Erlent

Prestsfrú játar morð á eiginmanni sínum

MYND/AP

Mary Winkler játaði í dag að hafa myrt eiginmann sinn sem var prestur í kristnum bókstafstrúarsöfnuði í Tennessee í Bandaríkjunum. Lík prestsins fannst á heimili hjónanna á miðvikudaginn og eiginkonan fannst daginn eftir í Alabama með börn þeirra hjóna.

Ekki hefur enn fengist uppgefin nein ástæða fyrir voðaverkinu en Mary Winkler hefur verið í yfirheyrslum frá því hún var stöðvuð á flóttanum. Ekki hefur heldur komið fram opinber yfirlýsing frá hinni grunuðu. Þeir sem til þekktu sögðust steinhlessa því á yfirborðinu hafi allt litið út fyrir að vra í lukkunnar velstandi í hjónabandi og fjölskyldulífi þeirra hjóna.

Grunur vaknaði um að eitthvað væri á seiði þegar presturinn mætti ekki í miðvikudagsmessu í Fjórðastrætiskirkju Krists. Þeir bönkuðu upp á í prestsbústaðnum og þegar ekkert svar barst gengu þeir inn og sáu hvernig komið var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×