Erlent

Skærin festust í hálsinum

Kínversk kona gekkst undir afar flókna skurðaðgerð í morgun þegar fjarlægja þurfti skæri sem höfðu festst í hálsi hennar. Ekki fylgir sögunni hvernig það vildi til að skærin festust í hálsi hennar.

Aðgerðinni var sjónvarpað en nota þurfti sérstök tæki og tól svo allt mætti heppnast vel. Hægt var að fjarlægja helminginn af skærunum eða tæplega 16 cm langt blað.

Hinn helmingurinn er ívið lengri og þarf konan því að gangast undir aðra aðgerð svo hægt verði að fjarlægja hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×