Fleiri fréttir 200 mótmælendur handteknir í Hvíta-Rússlandi Um tvö hundruð mótmælendur voru í nótt handteknir í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Mótmælendurnir hafa hafst við í tjöldum á torgi í miðborginni síðustu daga til að mótmæla úrslitum forsetakosninganna þar í landi á sunnudaginn. 24.3.2006 07:45 Margvíslegur niðurskurður Lokun herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli er liður í umfangsmikilli endurskoðun bandarískra stjórnvalda á herstöðvaneti sínu í heiminum. Allur gangur er á hvernig þau hafa staðið að niðurskurði í rekstri stöðva sinna erlendis. 23.3.2006 18:45 Kom í leitirnar eftir tíu ár Bandarísk stúlka, sem fyrir réttum áratug hvarf með öllu, birtist allt í einu í verslun í heimabæ sínum í fyrradag. Öryggisvörður í skólanum hennar hafði haldið henni í gíslingu á heimili sínu allan þennan tíma. 23.3.2006 18:06 Leiðtogafundur hefst í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna 25 komu saman til árlegs tveggja daga fundar í Brussel í dag. Meðal þess helsta sem verður á dagskrá eru efnahagsbætur í ríkjum sambandsins og samskipti sambandsins við Kína og Indland á sviði viðskipta. 23.3.2006 17:00 Gíslataka í Aþenu Sérsveit lögreglunnar í Aþenu í Grikklandi hefur umkringt læknastöð þar sem fyrrverandi sjúklingur geðlæknis heldur þremur starfsmönnum í gíslingu. Maðurinn ruddist inn á stöðina vopnaður tveimur byssum rétt fyrir hádegi að íslenskum tíma. 23.3.2006 16:30 Mannskæðar árásir í Bagdad Að minnsta kosti 25 féllu og tugir særðust í röð sprengjuárása í Bagdad, höfuðborg Íraks í dag. Tíu hinna látnu voru lögreglumenn en mannskæðasta árásin var gerð á höfuðstöðvar lögreglunnar. 23.3.2006 14:53 Fundin eftir 10 ára fjarveru Bandarísk kona sem hvarf fyrir áratug þegar hún var á táningsaldri er fundin. Hún hafði verið í gíslingu hjá nágranna fjölskyldu hennar í tíu ár. 23.3.2006 13:45 Gíslar í Írak frelsaðir Fjölþjóðlegu liði hermanna tókst í dag að frelsa þrjá starfsmenn kristilegra hjálparsamtaka, sem hafa verið í haldi mannræningja í Írak síðan í nóvember. Fjórði gíslinn fannst látinn fyrr í mánuðinum. 23.3.2006 13:30 ETA ítrekar vopnahléstilkynningu Frelsissamtök Baska, ETA, hafa í morgun sent frá sér aðra yfirlýsingu sem staðfestir þá ætlan samtakanna að leggja niður vopn fyrir fullt og allt frá og með morgundeginum. 23.3.2006 11:57 Sonia Gandhi segir af sér Sonia Gandhi, leiðtogi Kongress-flokksins á Indlandi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku og hætta nefndarstörfum fyrir flokk sinn. Hún ætlar sér þó að bjóða sig aftur fram til þings í næstu kosningum. 23.3.2006 10:45 Sjálfsvígsárás í Bagdad Að minnsta kosti 15 féllu og 32 særðust þegar bílasprengja sprakk nálægt höfuðstöðvum írösku lögreglunnar í Bagdad í morgun. Svo virðist sem um sjálfsvígsárás hafi verið að ræða. 23.3.2006 10:30 Skipi smyglara sökkt Ástralski flugherinn sökkti í morgun norðurkóresku flutningaskipi sem tekið var árið 2003 og flutt til hafnar. Skipið var notað til að smygla rúmum 125 kílóum af heróíni til Ástralíu. 23.3.2006 10:15 Svar við því af hverju fuglaflensa smitast ekki Vísindamenn í Bandaríkjunum telja sig hafa fundið skýringuna á því af hverju fuglaflensa smitast ekki milli manna. Flensuveirur leggist oftast á frumur ofarlega í öndunarvegi manna og þar með aukist líkurnar á því að venjulegar flensur berist milli manna við hósta og hnerra. Rannsóknir hafi hins vegar leitt í ljós að fuglaflensuveiran leggist á frumur lengra niðri í öndunarvegi fólks. 23.3.2006 10:00 Gíslar í Írak frelsaðir Fjölþjóðlegu liði hermanna tókst í dag að frelsa þrjá starfsmenn kristilegra hjálparsamtaka, sem hafa verið í haldi mannræningja í Írak frá í nóvember. Breska sendiráðið greindi frá þessu í morgun. 23.3.2006 09:45 Stúdentar í Belgíu mótmæla Mörg hundruð stúdentar þrömmuðu um götur Brussel-borgar í Belgíu í gær til að mótmæla lagafrumvarpi þar í landi sem gengur út á að fækka erlendum stúdentum í belgískum háskólum. 23.3.2006 09:30 Rúta hrapaði eitt hundrað metra niður fjallshlíð Að minnsta ellefu biðu bana og fimm slösuðust þegar rúta með ferðamenn innanborðs hrapaði meira en hundrað metra niður fjallshlíð í Chile í gær. Talið er að flestir hinna látnu séu Bandaríkjamenn. Ekki er vitað hvað olli slysinu en að sögn lögreglunnar á svæðinu er fjallvegurinn sem rútan ók eftir afar skrykkjóttur. 23.3.2006 09:00 Neyðarástand við Hvíta húsið í Washington í gær Neyðarástand skapaðist við Hvíta húsið í Washington í gær þegar maður henti pakka, sem talinn var innihalda sprengju, inn á lóð hússins. Sprengjusérfræðingar voru kallaðir á vettvang sem notuðust við lítið vélmenni til að athuga innihald pakkans, og um klukkustund síðar sögðust þeir hafa gengið úr skugga um að engin hætta væri á ferðum. 23.3.2006 08:45 Óþreyjufullur eftir að mál þokist í átt til friðar Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, er orðinn óþreyjufullur eftir því að mál þokist í átt til friðar fyrir botni Miðjarðarhafs. Í viðtali við ísraelska fjölmiðla í gær sagðist hann ekki ætla að bíða endalaust eftir því að Hamas-samtökin, sem fóru með sigur af hólmi í kosningunum í Palestínu fyrr á árinu, viðurkenni Ísraelsríki svo eiginlegar friðarviðræður geti hafist. 23.3.2006 08:15 Lítið þokast í viðræðum Lítill sem enginn árangur var í gær af fundi þeirra fimm þjóða sem hafa neitunarvald í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar þær hittust til að ræða málefni Írans. 23.3.2006 06:54 Níu menn dæmdir til dauða Dómstóll í Jórdaínu hefur dæmt níu íslamska öfgamenn til dauða fyrir þátt þeirra í óeirðum sem kostuðu sjö manns lífið í suðurhluta landsins árið 2002. Fjórir mannanna hafa ekki verið teknir höndum en voru dæmdir þrátt fyrir það. 22.3.2006 14:45 Afrískum flugfélögum bannað að lenda innan ESB Evrópusambandið hefur lagt blátt bann við því að hátt hundrað alþjóðaflugfélög fái að lenda á flugvöllum sambandaríkja. Flest flugfélögin eru afrísk, rúmlega helmingur félaganna er með aðsetur í Kongó, 14 í Sierra Leone og 7 í Svasílandi. 22.3.2006 14:30 Hagvexti spáð í Bretlandi Hagvöxtur verður á bilinu 2 - 2,5% í Bretlandi í ár. Þetta sagði Gordon Brown, fjármálaráðherra, þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár í dag. Það er lítil breyting frá mati hans í lok síðasta árs. 22.3.2006 14:15 Fuglaflensa á Gasa-ströndinni Hið banvæna H5N1 afbrigði fuglaflensu hefur greinst á Gasa-ströndinni. Talsmaður Palestínumanna í landbúnaðarmálum tilkynnti þetta í dag. 22.3.2006 14:00 Eldur í kjarnorkuveri Eldur kviknaði í kjarnorkuveri í Vestur-Japan í morgun. Stjórnendur versins segja þó enga hættu á því að geislavirk efni leki út. Tveir starfsmenn voru fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar. 22.3.2006 13:45 Kínverjar hjálpa við þróun bóluefnis Kínverjar hafa ákveðið að afhenda Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sýni úr dýrum sem sýkt eru af fuglaflensu. Stjórnvöld í Peking hafa verið sökuð um að liggja á sýnum líkt og ormar á gulli til að tryggja forskot kínverskra vísindamanna í þróun á bóluefni. 22.3.2006 13:30 Misheppnað bankarán í Þýskalandi Bankarán fór út um þúfur í Þýskalandi með eftirminnilegum hætti í morgun. Lögregla beið ræningjanna eftir að hafa fengið nafnlausa ábendingu og þeir hrökkluðust því á flótta án þess að festa hönd á nokkrum ránsfeng. 22.3.2006 13:15 ETA leggur niður vopn Frelsissamtök Baska, ETA, hafa lýst því yfir að þau munu leggja niður vopn sín fyrir fullt og allt, frá og með föstudeginum. Þetta kom fram í basknesku dagblaði í morgun en ekki er búið að staðfesta áreiðanleika yfirlýsingarinnar. 22.3.2006 12:30 Afsagnar krafist Enn er þrýst á um afsögn Thaksins Shinawatras, forsætisráðherra Tælands. Mörg þúsund mótmælendum tókst að stöðva umferð í viðskiptahverfi Bangkok í gær og sátu um sendiráð Singapor. 22.3.2006 10:45 Forsætisráðherra Frakklands sagður taka áhættu Til átaka kom milli mótmælenda og óeirðalögreglu við Sorbonne-háskóla í París í gær. Tekist er á um nýja vinnulöggjöf þar í landi og telja stjórnmálaskýrendur að forsætisráðherra landsins leggi stjórnmálaferil sinn að veði með því að draga ekki í land í málinu. 22.3.2006 10:15 Æðsti klerkur Írana vill ræða við Bandaríkjamenn Ali Khamenei, æðsti klerkur í Íran, leggur blessun sína yfir hugsanlegar viðræður Bandaríkjamanna og Írana um ástandið í Írak en varar Bandaríkjamenn við því að reyna að ráðskast með Írana. 22.3.2006 10:00 Leiðsla verður lögð Rússar hafa heitið Kínverjum því að leggja rúmlega 4.000 km langa leiðslu svo hægt verði að flytja jarðgas til svæða á Kyrrahafs-ströndinni. Þetta kom fram eftir fund Hu Jintao, forset Kína, og Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta, í Peking snemma í morgun. 22.3.2006 09:15 Breska lögreglan rannsakar verkamannaflokkinn Breska lögreglan rannsakar nú hvort verkamannaflokkur Tonys Blairs, forsætisráðherra, hafi brotið gegn lögum um stjórnmálaflokka. 22.3.2006 09:00 H5N1-veirustofninn skiptir sér Fuglaflensuveirustofninn H5N1, sem hefur nú orðið yfir hundrað manns að aldurtila, er farinn að skipta sér og verða fjölbreyttari að uppbyggingu erfðaefnis. Þetta kemur fram í rannsóknum bandarískra sérfræðinga. 21.3.2006 22:02 Bandóðir Búddamunkar Lögreglan á Sri Lanka þurfti að loka götum til að hemja meira en hundrað æsta Búddamunka í mótmælagöngu að sendiráði Norðmanna í Colombo á Sri Lanka. Munkarnir kröfðust þess að Norðmenn drægju sig tafarlaust út úr friðarviðræðum í landinu. 21.3.2006 21:32 Um 200 manns handteknir í Hvíta-Rússlandi Lögregla í Hvíta-Rússlandi hefur handsamað yfir tvö hundruð manns síðan á sunnudag en fólkið tók þátt í að mótmæla forsetakosningunum sem fram fóru á sunnudag. Talið er að um 300 manns séu enn á Októbertorgi í miðborg Minsk, höfuðborgar landsins, þar sem fólkið mótmælir framkvæmd forsetakosninganna og úrslitum þeirra. Töluvert hefur þó fækkað í hópnum vegna mikilla kulda og snjókomu. 21.3.2006 21:30 Stjórnarliðar gengu út af fundi franska þingsins Mikil dramatík ríkti á vikulegum fundi franska þingsins í dag en stjórnarliðar gengu út af honum þegar nýja vinnulöggjöfin var rædd. Reiði braust út þegar þingmaður sósíalistaflokksins sakaði forsætisráðherrann um sjálfselsku í þessu máli. Evrópsk málefni áttu upphaflega að vera umræða þingfundarins. Þingmenn stjórnarandstöðunnar vildu hins vegar halda áfram umræðunni um nýju vinnulöggjöfina. 21.3.2006 20:36 Neitar að tjá sig um brottför hers í Írak George Bush, Bandaríkjaforseti, vill ekkert segja til um hvenær herafli Bandaríkjanna verði farinn frá Írak. Bush var spurður um málið á blaðamannafundi í dag. Bush sagði það verða ákveðið af framtíðarforsetum og framtíðarstjórnum Íraks en Bush lætur af embætti árið 2009. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur sagt góð tíu ár taka að koma á friði í Írak og þangað til verði Bandaríkjaher í landinu. 21.3.2006 18:15 Kynskiptiaðgerð ekki viðurkennd Hæstiréttur í Kúvæt hefur staðfest dóm undirréttar þar í landi sem viðurkennir ekki breytt kyn manns sem gekkst undir kynskiptiaðgerð fyrir tæpum sex árum. Maðurinn lét þá breyta sér í konu. 21.3.2006 15:30 Flugvöllur nefndur eftir George Best Flugvellinum í Belfast á Norður Írlandi verður gefið nafnið George Best, eftir norður-írska knattspyrnukappanum sem lést í nóvember síðastliðnum. 21.3.2006 15:15 10 handteknir eftir bílaeltingaleik Ísraelska lögreglan hefur handtekið tíu menn sem grunur lék á að væru að skipuleggja sjálfsvígsárás. 5 kíló af sprengiefni fundust í bíl þeirra og belti sem notuð eru við sjálfsvígssprengjuárásir. 21.3.2006 15:00 Fuglar bólusettir í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi hafa byrjað að bólusetja fjölda fugla við fuglaflensu. Vonast er til að aðgerðirnar komi í veg fyrir að flensan breist frekar út í Rússlandi. Sjúkdómurinn hefur nú greinst í átta héruðum Rússlands. 21.3.2006 14:45 Enn þungt haldinn Maður sem slasaðist alvarlega í mótmælaaðgerðum vegna nýrrar vinnulöggjafar í Frakklandi um helgina liggur en meðvitundarlaus á sjúkrahúsi í París. Hann er sagður þungt haldinn. 21.3.2006 14:38 Fjölmargir mótmæla í Minsk Fjölmargir mótmælendur hafa ákveðið að tjalda í nokkrar nætur í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, svo halda megi út sólarhringsmótmælum gegn niðurstöðu forsetakosninganna þar í landi á sunnudag. Eitthvað virðist þó vera að draga úr eldmóð andstæðinga forsetans. Þrír háttsettir stjórnarandstæðingar voru handteknir í gærkvöldi. 21.3.2006 13:00 Grunaðir um stríðsglæpi Tólf bandarískir landgönguliðar í Írak sæta nú rannsókn en þeir eru grunaðir um stríðsglæpi. Þeir eru sakaðir um að hafa myrt fimmtán óbreytta borgara, þar á meðal þriggja ára stúlku, í bænum Haditha í Vestur-Írak í nóvember í fyrra. 21.3.2006 12:45 Tekinn af lífi fyrir að hafna islam Afganskur karlmaður verður líklega tekinn af lífi fyrir að hafa hafnað islam og snúið til kristninnar. Maðurinn var handtekinn í Afganistan í síðasta mánuði eftir að fjölskylda hans sagði til hans. 21.3.2006 10:30 Sjá næstu 50 fréttir
200 mótmælendur handteknir í Hvíta-Rússlandi Um tvö hundruð mótmælendur voru í nótt handteknir í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Mótmælendurnir hafa hafst við í tjöldum á torgi í miðborginni síðustu daga til að mótmæla úrslitum forsetakosninganna þar í landi á sunnudaginn. 24.3.2006 07:45
Margvíslegur niðurskurður Lokun herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli er liður í umfangsmikilli endurskoðun bandarískra stjórnvalda á herstöðvaneti sínu í heiminum. Allur gangur er á hvernig þau hafa staðið að niðurskurði í rekstri stöðva sinna erlendis. 23.3.2006 18:45
Kom í leitirnar eftir tíu ár Bandarísk stúlka, sem fyrir réttum áratug hvarf með öllu, birtist allt í einu í verslun í heimabæ sínum í fyrradag. Öryggisvörður í skólanum hennar hafði haldið henni í gíslingu á heimili sínu allan þennan tíma. 23.3.2006 18:06
Leiðtogafundur hefst í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna 25 komu saman til árlegs tveggja daga fundar í Brussel í dag. Meðal þess helsta sem verður á dagskrá eru efnahagsbætur í ríkjum sambandsins og samskipti sambandsins við Kína og Indland á sviði viðskipta. 23.3.2006 17:00
Gíslataka í Aþenu Sérsveit lögreglunnar í Aþenu í Grikklandi hefur umkringt læknastöð þar sem fyrrverandi sjúklingur geðlæknis heldur þremur starfsmönnum í gíslingu. Maðurinn ruddist inn á stöðina vopnaður tveimur byssum rétt fyrir hádegi að íslenskum tíma. 23.3.2006 16:30
Mannskæðar árásir í Bagdad Að minnsta kosti 25 féllu og tugir særðust í röð sprengjuárása í Bagdad, höfuðborg Íraks í dag. Tíu hinna látnu voru lögreglumenn en mannskæðasta árásin var gerð á höfuðstöðvar lögreglunnar. 23.3.2006 14:53
Fundin eftir 10 ára fjarveru Bandarísk kona sem hvarf fyrir áratug þegar hún var á táningsaldri er fundin. Hún hafði verið í gíslingu hjá nágranna fjölskyldu hennar í tíu ár. 23.3.2006 13:45
Gíslar í Írak frelsaðir Fjölþjóðlegu liði hermanna tókst í dag að frelsa þrjá starfsmenn kristilegra hjálparsamtaka, sem hafa verið í haldi mannræningja í Írak síðan í nóvember. Fjórði gíslinn fannst látinn fyrr í mánuðinum. 23.3.2006 13:30
ETA ítrekar vopnahléstilkynningu Frelsissamtök Baska, ETA, hafa í morgun sent frá sér aðra yfirlýsingu sem staðfestir þá ætlan samtakanna að leggja niður vopn fyrir fullt og allt frá og með morgundeginum. 23.3.2006 11:57
Sonia Gandhi segir af sér Sonia Gandhi, leiðtogi Kongress-flokksins á Indlandi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku og hætta nefndarstörfum fyrir flokk sinn. Hún ætlar sér þó að bjóða sig aftur fram til þings í næstu kosningum. 23.3.2006 10:45
Sjálfsvígsárás í Bagdad Að minnsta kosti 15 féllu og 32 særðust þegar bílasprengja sprakk nálægt höfuðstöðvum írösku lögreglunnar í Bagdad í morgun. Svo virðist sem um sjálfsvígsárás hafi verið að ræða. 23.3.2006 10:30
Skipi smyglara sökkt Ástralski flugherinn sökkti í morgun norðurkóresku flutningaskipi sem tekið var árið 2003 og flutt til hafnar. Skipið var notað til að smygla rúmum 125 kílóum af heróíni til Ástralíu. 23.3.2006 10:15
Svar við því af hverju fuglaflensa smitast ekki Vísindamenn í Bandaríkjunum telja sig hafa fundið skýringuna á því af hverju fuglaflensa smitast ekki milli manna. Flensuveirur leggist oftast á frumur ofarlega í öndunarvegi manna og þar með aukist líkurnar á því að venjulegar flensur berist milli manna við hósta og hnerra. Rannsóknir hafi hins vegar leitt í ljós að fuglaflensuveiran leggist á frumur lengra niðri í öndunarvegi fólks. 23.3.2006 10:00
Gíslar í Írak frelsaðir Fjölþjóðlegu liði hermanna tókst í dag að frelsa þrjá starfsmenn kristilegra hjálparsamtaka, sem hafa verið í haldi mannræningja í Írak frá í nóvember. Breska sendiráðið greindi frá þessu í morgun. 23.3.2006 09:45
Stúdentar í Belgíu mótmæla Mörg hundruð stúdentar þrömmuðu um götur Brussel-borgar í Belgíu í gær til að mótmæla lagafrumvarpi þar í landi sem gengur út á að fækka erlendum stúdentum í belgískum háskólum. 23.3.2006 09:30
Rúta hrapaði eitt hundrað metra niður fjallshlíð Að minnsta ellefu biðu bana og fimm slösuðust þegar rúta með ferðamenn innanborðs hrapaði meira en hundrað metra niður fjallshlíð í Chile í gær. Talið er að flestir hinna látnu séu Bandaríkjamenn. Ekki er vitað hvað olli slysinu en að sögn lögreglunnar á svæðinu er fjallvegurinn sem rútan ók eftir afar skrykkjóttur. 23.3.2006 09:00
Neyðarástand við Hvíta húsið í Washington í gær Neyðarástand skapaðist við Hvíta húsið í Washington í gær þegar maður henti pakka, sem talinn var innihalda sprengju, inn á lóð hússins. Sprengjusérfræðingar voru kallaðir á vettvang sem notuðust við lítið vélmenni til að athuga innihald pakkans, og um klukkustund síðar sögðust þeir hafa gengið úr skugga um að engin hætta væri á ferðum. 23.3.2006 08:45
Óþreyjufullur eftir að mál þokist í átt til friðar Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, er orðinn óþreyjufullur eftir því að mál þokist í átt til friðar fyrir botni Miðjarðarhafs. Í viðtali við ísraelska fjölmiðla í gær sagðist hann ekki ætla að bíða endalaust eftir því að Hamas-samtökin, sem fóru með sigur af hólmi í kosningunum í Palestínu fyrr á árinu, viðurkenni Ísraelsríki svo eiginlegar friðarviðræður geti hafist. 23.3.2006 08:15
Lítið þokast í viðræðum Lítill sem enginn árangur var í gær af fundi þeirra fimm þjóða sem hafa neitunarvald í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar þær hittust til að ræða málefni Írans. 23.3.2006 06:54
Níu menn dæmdir til dauða Dómstóll í Jórdaínu hefur dæmt níu íslamska öfgamenn til dauða fyrir þátt þeirra í óeirðum sem kostuðu sjö manns lífið í suðurhluta landsins árið 2002. Fjórir mannanna hafa ekki verið teknir höndum en voru dæmdir þrátt fyrir það. 22.3.2006 14:45
Afrískum flugfélögum bannað að lenda innan ESB Evrópusambandið hefur lagt blátt bann við því að hátt hundrað alþjóðaflugfélög fái að lenda á flugvöllum sambandaríkja. Flest flugfélögin eru afrísk, rúmlega helmingur félaganna er með aðsetur í Kongó, 14 í Sierra Leone og 7 í Svasílandi. 22.3.2006 14:30
Hagvexti spáð í Bretlandi Hagvöxtur verður á bilinu 2 - 2,5% í Bretlandi í ár. Þetta sagði Gordon Brown, fjármálaráðherra, þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár í dag. Það er lítil breyting frá mati hans í lok síðasta árs. 22.3.2006 14:15
Fuglaflensa á Gasa-ströndinni Hið banvæna H5N1 afbrigði fuglaflensu hefur greinst á Gasa-ströndinni. Talsmaður Palestínumanna í landbúnaðarmálum tilkynnti þetta í dag. 22.3.2006 14:00
Eldur í kjarnorkuveri Eldur kviknaði í kjarnorkuveri í Vestur-Japan í morgun. Stjórnendur versins segja þó enga hættu á því að geislavirk efni leki út. Tveir starfsmenn voru fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar. 22.3.2006 13:45
Kínverjar hjálpa við þróun bóluefnis Kínverjar hafa ákveðið að afhenda Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sýni úr dýrum sem sýkt eru af fuglaflensu. Stjórnvöld í Peking hafa verið sökuð um að liggja á sýnum líkt og ormar á gulli til að tryggja forskot kínverskra vísindamanna í þróun á bóluefni. 22.3.2006 13:30
Misheppnað bankarán í Þýskalandi Bankarán fór út um þúfur í Þýskalandi með eftirminnilegum hætti í morgun. Lögregla beið ræningjanna eftir að hafa fengið nafnlausa ábendingu og þeir hrökkluðust því á flótta án þess að festa hönd á nokkrum ránsfeng. 22.3.2006 13:15
ETA leggur niður vopn Frelsissamtök Baska, ETA, hafa lýst því yfir að þau munu leggja niður vopn sín fyrir fullt og allt, frá og með föstudeginum. Þetta kom fram í basknesku dagblaði í morgun en ekki er búið að staðfesta áreiðanleika yfirlýsingarinnar. 22.3.2006 12:30
Afsagnar krafist Enn er þrýst á um afsögn Thaksins Shinawatras, forsætisráðherra Tælands. Mörg þúsund mótmælendum tókst að stöðva umferð í viðskiptahverfi Bangkok í gær og sátu um sendiráð Singapor. 22.3.2006 10:45
Forsætisráðherra Frakklands sagður taka áhættu Til átaka kom milli mótmælenda og óeirðalögreglu við Sorbonne-háskóla í París í gær. Tekist er á um nýja vinnulöggjöf þar í landi og telja stjórnmálaskýrendur að forsætisráðherra landsins leggi stjórnmálaferil sinn að veði með því að draga ekki í land í málinu. 22.3.2006 10:15
Æðsti klerkur Írana vill ræða við Bandaríkjamenn Ali Khamenei, æðsti klerkur í Íran, leggur blessun sína yfir hugsanlegar viðræður Bandaríkjamanna og Írana um ástandið í Írak en varar Bandaríkjamenn við því að reyna að ráðskast með Írana. 22.3.2006 10:00
Leiðsla verður lögð Rússar hafa heitið Kínverjum því að leggja rúmlega 4.000 km langa leiðslu svo hægt verði að flytja jarðgas til svæða á Kyrrahafs-ströndinni. Þetta kom fram eftir fund Hu Jintao, forset Kína, og Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta, í Peking snemma í morgun. 22.3.2006 09:15
Breska lögreglan rannsakar verkamannaflokkinn Breska lögreglan rannsakar nú hvort verkamannaflokkur Tonys Blairs, forsætisráðherra, hafi brotið gegn lögum um stjórnmálaflokka. 22.3.2006 09:00
H5N1-veirustofninn skiptir sér Fuglaflensuveirustofninn H5N1, sem hefur nú orðið yfir hundrað manns að aldurtila, er farinn að skipta sér og verða fjölbreyttari að uppbyggingu erfðaefnis. Þetta kemur fram í rannsóknum bandarískra sérfræðinga. 21.3.2006 22:02
Bandóðir Búddamunkar Lögreglan á Sri Lanka þurfti að loka götum til að hemja meira en hundrað æsta Búddamunka í mótmælagöngu að sendiráði Norðmanna í Colombo á Sri Lanka. Munkarnir kröfðust þess að Norðmenn drægju sig tafarlaust út úr friðarviðræðum í landinu. 21.3.2006 21:32
Um 200 manns handteknir í Hvíta-Rússlandi Lögregla í Hvíta-Rússlandi hefur handsamað yfir tvö hundruð manns síðan á sunnudag en fólkið tók þátt í að mótmæla forsetakosningunum sem fram fóru á sunnudag. Talið er að um 300 manns séu enn á Októbertorgi í miðborg Minsk, höfuðborgar landsins, þar sem fólkið mótmælir framkvæmd forsetakosninganna og úrslitum þeirra. Töluvert hefur þó fækkað í hópnum vegna mikilla kulda og snjókomu. 21.3.2006 21:30
Stjórnarliðar gengu út af fundi franska þingsins Mikil dramatík ríkti á vikulegum fundi franska þingsins í dag en stjórnarliðar gengu út af honum þegar nýja vinnulöggjöfin var rædd. Reiði braust út þegar þingmaður sósíalistaflokksins sakaði forsætisráðherrann um sjálfselsku í þessu máli. Evrópsk málefni áttu upphaflega að vera umræða þingfundarins. Þingmenn stjórnarandstöðunnar vildu hins vegar halda áfram umræðunni um nýju vinnulöggjöfina. 21.3.2006 20:36
Neitar að tjá sig um brottför hers í Írak George Bush, Bandaríkjaforseti, vill ekkert segja til um hvenær herafli Bandaríkjanna verði farinn frá Írak. Bush var spurður um málið á blaðamannafundi í dag. Bush sagði það verða ákveðið af framtíðarforsetum og framtíðarstjórnum Íraks en Bush lætur af embætti árið 2009. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur sagt góð tíu ár taka að koma á friði í Írak og þangað til verði Bandaríkjaher í landinu. 21.3.2006 18:15
Kynskiptiaðgerð ekki viðurkennd Hæstiréttur í Kúvæt hefur staðfest dóm undirréttar þar í landi sem viðurkennir ekki breytt kyn manns sem gekkst undir kynskiptiaðgerð fyrir tæpum sex árum. Maðurinn lét þá breyta sér í konu. 21.3.2006 15:30
Flugvöllur nefndur eftir George Best Flugvellinum í Belfast á Norður Írlandi verður gefið nafnið George Best, eftir norður-írska knattspyrnukappanum sem lést í nóvember síðastliðnum. 21.3.2006 15:15
10 handteknir eftir bílaeltingaleik Ísraelska lögreglan hefur handtekið tíu menn sem grunur lék á að væru að skipuleggja sjálfsvígsárás. 5 kíló af sprengiefni fundust í bíl þeirra og belti sem notuð eru við sjálfsvígssprengjuárásir. 21.3.2006 15:00
Fuglar bólusettir í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi hafa byrjað að bólusetja fjölda fugla við fuglaflensu. Vonast er til að aðgerðirnar komi í veg fyrir að flensan breist frekar út í Rússlandi. Sjúkdómurinn hefur nú greinst í átta héruðum Rússlands. 21.3.2006 14:45
Enn þungt haldinn Maður sem slasaðist alvarlega í mótmælaaðgerðum vegna nýrrar vinnulöggjafar í Frakklandi um helgina liggur en meðvitundarlaus á sjúkrahúsi í París. Hann er sagður þungt haldinn. 21.3.2006 14:38
Fjölmargir mótmæla í Minsk Fjölmargir mótmælendur hafa ákveðið að tjalda í nokkrar nætur í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, svo halda megi út sólarhringsmótmælum gegn niðurstöðu forsetakosninganna þar í landi á sunnudag. Eitthvað virðist þó vera að draga úr eldmóð andstæðinga forsetans. Þrír háttsettir stjórnarandstæðingar voru handteknir í gærkvöldi. 21.3.2006 13:00
Grunaðir um stríðsglæpi Tólf bandarískir landgönguliðar í Írak sæta nú rannsókn en þeir eru grunaðir um stríðsglæpi. Þeir eru sakaðir um að hafa myrt fimmtán óbreytta borgara, þar á meðal þriggja ára stúlku, í bænum Haditha í Vestur-Írak í nóvember í fyrra. 21.3.2006 12:45
Tekinn af lífi fyrir að hafna islam Afganskur karlmaður verður líklega tekinn af lífi fyrir að hafa hafnað islam og snúið til kristninnar. Maðurinn var handtekinn í Afganistan í síðasta mánuði eftir að fjölskylda hans sagði til hans. 21.3.2006 10:30