Erlent

Moska súnní múslima sprengd

Óttast er að töluvert mannfall hafi orðið þegar sprengja sprakk við inngang að mosku súnní múslima í bænum Khalis norðvestur af Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun.

Sprengjan sprakk þegar bænum var að ljúka og fólk var á leið út úr moskunni. Árásir hafa verið gerðar á fjölmargar moskur súnní múslima síðan ein helgasta moska sjía-múslima í borginni Samarra var sprengd í loft upp síðla í febrúar. Síðan þá hafa átök trúarbrota í Írak stigmagnast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×