Erlent

Mannfall í óeirðum

Lögreglumenn fyrir utan fangelsið í Tiblisi.
Lögreglumenn fyrir utan fangelsið í Tiblisi. MYND/AP

Fjölmargir létu lífið þegar lögregla í Georgíu gerði áhlaup á fangelsi í höfuðborginni Tiblisi í dag. Fangar höfðu stofnað til óeirða eftir að komið var í veg fyrir flótta nokkurra þeirra.

Skotbardagi stóð í um tvær klukkustundir eftir að áhlaupið var gert og særðust að minnsta kosti tíu fangaverðir og fjölmargir fangar. Meðal þeirra sem létust voru tveir lögreglumenn. Eldur var lagður að mörgum byggingum á fangelsissvæðinu og brunnu sumar þeirra til grunna.

Um 4000 fangar afplána í fangelsinu. Fregnir af mannfalli meðal fanga eru óljósar en ættingjar margra fanga söfnuðust saman nálægt fangelsinu eftir að þeim höfðu borist símhringingar frá ættingum sínum innan veggja fangelsisins sem sögðu mannfall mikið meðal fanga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×