Erlent

Viðskipaþvinganir mögulegar gegn Hvíta-Rússlandi

Einn mótmælenda hleypur frá rústuðum tjaldbúðunum með hvítrauða fánann í fanginu.
Einn mótmælenda hleypur frá rústuðum tjaldbúðunum með hvítrauða fánann í fanginu. MYND/AP

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna og stjórnvöld í Bandaríkjunum sammælast um að fordæma aðgerðir stjórnvalda í Minsk í nótt, þar sem yfir 200 mótmælendur voru handteknir á Októbertorginu. Leiðtogarnir segja hugsanlegt að viðskiptaþvingunum verði beitt vegna forsetakosninganna sem fram fóru síðastliðinn sunnudag, en gerðar hafa verið alvarlegar athugasemdir við framkvæmd kosninganna.

Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í nótt en þúsundir mótmælenda hafa hafst við í tjaldbúðunum síðustu nætur. Eftir aðgerðir lögreglu voru borgarstarfsmenn kallaðir á vettvang til að rífa niður tjöld mótmælendanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×