Erlent

Julia Tymoschenko vill samstarf við Viktor Júsjenkó

Julia Tymoschenko, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu segist reiðubúin til samstarfs með flokki Viktors Júsjenkó forseta, gegn því að hún fái embætti sitt aftur. Flokkur Tymoschenko virðist hafa unnið góðan sigur í kosningunum og saman gætu þau Júsjenkó komið í veg fyrir að hinn rússneskt sinnaði Viktor Janúkóvitsj kæmist til valda. Júsjenkó virðist hins vegar tregur til að veita Tymosjenkó brautargengi til að verða forsætisráðherra, enda aðeins rúmlega hálft ár síðan hann rak hana úr starfi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×