Erlent

Verkföll vegna vinnulöggjafar

Dominique de Villepin, forsætisráðherra, ásamt öðrum ráðherrum í ríkisstjórn hans, á fundi með námsmönnum um helgina. Námsmenn hafa verið háværir í mótmælum sínum vegna nýju vinnulöggjafarinnar.
Dominique de Villepin, forsætisráðherra, ásamt öðrum ráðherrum í ríkisstjórn hans, á fundi með námsmönnum um helgina. Námsmenn hafa verið háværir í mótmælum sínum vegna nýju vinnulöggjafarinnar. MYND/AP

Óttast er að töluverð röskun verði á ferðum almenningssamgöngutækja og flugvéla í Frakklandi í vikunni en talið er víst að lestarstjórar og flugmenn ætli að leggja niður vinnu um tíma til að mótmæla umdeildri vinnulöggjöf stjórnvalda.

Talið er að sú vika sem nú sé hafin muni skipta miklu fyrir framvindu mála í deilunni en Dominique de Villepin, forsætisráðherra, hefur neitað að gefa eftir í málinu og segist fullviss um að löggjöfin eigi eftir að draga út atvinnuleysi. Andstæðingar hans segja lögin aðeins auka á óvissu og auðvelda brottrekstur ungs fólks.

Ný könnun sem franska blaðið Le Monde birti í dag sýnir að 63% Frakka eru andvíg nýju lögunum og vinnuaðferðum forsætisráðherrans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×