Erlent

Óbreyttir borgarar féllu í árás

Íraskir lögreglumenn á vettvangi.
Íraskir lögreglumenn á vettvangi. MYND/AP

Að minnsta kosti 40 féllu og um 30 særðust í sjálfsvígssprengjuárás á herstöð í Norður-Írak íd ag. Íraska varnarmálaráðuneytið greindi frá þessu.

Bandarískir og íraskir hermenn eru með aðstöðu á stöðinni en að sögn Bandaríkjahers féll engin liðsmaður þeirra í árásinni. Óbreyttir jafnt sem hermenn féllu í árásinni.

Önnur sprengjuárás var gerð á íbúðarhúsnæði í höfuðborginni, Bagdad, í dag. Einn féll í þeirr árás og átta særðust. Talið er að eldflaug hafi verið skotið á húsið, hugsanlega fyrir mistök, en það hefur ekki fengist staðfest.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×