Erlent

Saka bandaríska herinn um að hafa drepið tuttugu óvopnaða menn

Írakskir stjórnmálamenn saka bandaríska herinn um að hafa drepið tuttugu óvopnaða menn við bænir í mosku sjía í Baghdad í gær. Talsmaður Bandaríkjahers neitar þessu með öllu.

Hins vegar hafi komið til skotbardaga á milli írakskra öryggissveita og uppreisnarmanna úr röðum Sjía, sem hafi endað með því að tuttugu uppreisnarmenn hafi fallið. Þeir hafi hins vegar allir verið vopnaðir og ekki staddir inni í mosku, heldur annarri byggingu í grennd við moskuna. Samstarfsmenn sjíaklerksins Moktata al-Sadrs hafa hvatt menn til að sýna stillingu uns hið sanna kemur í ljós






Fleiri fréttir

Sjá meira


×