Erlent

Ferðamaður týndur

Lögregla í indverska hluta Kasmír hefur eflt leit að kínverskum ferðamanni sem týndist í síðustu viku. Hin 52 ára Huange Sui Chin, hvarf á miðvikudag í borginni Jammu.

Chin hefur nú verið leitað í fimm daga eftir að hún sneri ekki til baka í húsbátinn sem hún gisti í. Yfirmaður lögreglu í Kasmír segir að lögreglustöðvar á öllum ferðamannastöðum í héraðinu hafi verið látnar vita og fengið mynd af hinni týndu konu.

Þrátt fyrir að ofbeldisverk séu algeng í Kasmír er sjaldgæft að ráðist sé á ferðamenn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×