Erlent

Yfirborð sjávar gæti hækkað hratt

Frá Grænlandsjökli
Frá Grænlandsjökli MYND/AP

Ný bandarísk rannsókn í blaðinu Science gefur til kynna að yfirborð sjávar gæti hækkað mun hraðar en hingað til hefur verið haldið fram. Þar er búist við að loftslagi á Grænlandi árið 2100, eftir 94 ár, gæti svipað til loftslagsins sem var þar fyrir síðasta ísskeið fyrir 130.000 árum. Þá var yfirborð sjávar 3-4 metrum hærra en það er nú.

Dr Jonathan Overpeck, prófessor við Háskólann í Arizona, notaði upplýsingar um hlýskeið fyrri tíma til að skapa reiknilíkan sem spáir fyrir um loftslagsþróun á næstu áratugum. Rannsóknir hans gefa einnig til kynna að helmingurinn af vesturhluta Suðurskautslandsins muni bráðna innan 500 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×