Erlent

Þúsundir flýja heimili sín vegna gasleka

MYND/AP

Rúmlega 11 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í suð-vestur Kína í dag vegna gasleka. Búið er að girða svæðið af og flytja mörg tonn af sementi og öðrum efnum svo hægt verði að fylla upp í borholu sem gasið lekur úr.

Sérfræðingar kanna nú hvort gas leki annars staðar á svæðinu. Enginn hefur látist vegna lekans sem hófst á laugardaginn í nýrri holu nálægt borginni Chongqing, en eiturgufur urðu hátt í 250 manns að bana þar í borg árið 2003.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×