Fleiri fréttir Fundu lík af 2500 ára stúlku Þýska lögreglan var kölluð til þegar líkamsleifar unglingsstúlku fundust í Neðra-Saxlandi. Lögreglan fól hins vegar fornleifafræðingum málið. Líkið var 2500 ára gamalt en ótrúlega vel varðveitt. Það er talið vera einn merkasti fornleifafundur Evrópu í áratugi. 21.6.2005 00:01 Blóðugur morgunn í Írak Að minnsta kosti 25 Írakar féllu í árásum uppreisnarmanna í nótt og í morgun. Um klukkan tvö sprakk bílsprengja utan við lögreglustöð í Bagdad og í kjölfarið upphófst skothríð. Þar létust fimm lögregluþjónar og meira en tuttugu særðust. Snemma í morgun var svo gerð sjálfsmorðsárás við ráðningarstöð írakska hersins í borginni Arbil í norðurhluta Íraks. 20.6.2005 00:01 Náðu ekki yfirhöndinni á fundi Hvalveiðisinnum mistókst í morgun að ná yfirhöndinni á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Suður-Kóreu. Veiðisinnar urðu undir í atkvæðagreiðslu um breytingar á starfsemi Alþjóðahvalveiðiráðsins en japanska sendinefndin lagði til að atkvæðagreiðslur um tillögur yrðu framvegis leynilegar. Aðeins þremur atkvæðum munaði. 20.6.2005 00:01 Hyggjast innleiða reykingabann Breska stjórnin mun í dag greina frá því að hún hyggist setja lög um algjört reykingabann á opinberum stöðum í Bretlandi. Upphaflega var talið að staðir sem ekki seldu mat yrðu undanskildir banninu en breska blaðið <em>Observer</em> hefur eftir heimildarmönnum innan Verkamannaflokksins að bannið muni ná til allra opinberra staða, líka hefðbundinna öldurhúsa. 20.6.2005 00:01 Bandalag Hariris með meirihluta Bandalag Saads Hariris virðist hafa náð hreinum meirihluta á þinginu í Líbanon eftir fjórða og síðasta hluta kosninga í landinu sem fram fór var í gær. Saad er sonur Rafiqs Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, sem var myrtur fyrr á þessu ári og flokkur hans er andsnúinn Sýrlendingum. 20.6.2005 00:01 Hermaður drepinn í fyrirsát Ísraelskur hermaður lést og tveir særðust þegar palestínskir uppreisnarmenn sátu fyrir þeim og gerðu á þá árás nærri landamærum Egyptalands í gær. Óþekktur hópur uppreisnarmanna segist hafa náð atburðinum á myndband en ekki hefur verið staðfest að myndirnar séu ósviknar. Einn árásarmannanna lést í átökunum. 20.6.2005 00:01 Segjast vita hvar bin Laden er Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir að nokkurn veginn sé vitað hvar Osama bin Laden haldi sig en ekki verði látið til skarar skríða gegn honum strax. Þetta kemur fram í tímaritinu <em>Time</em>. Þar segir Porter Goss, yfirmaður CIA, að sökum ákveðinna veikleika, sem enn séu fyrir hendi í sameiginlegri baráttu gegn hryðjuverkum, þurfi að bíða með að ráðast til atlögu gegn bin Laden. 20.6.2005 00:01 Endurtelja hluta atkvæða í Íran Kjörstjórn í Íran hefur fyrirskipað að hluti atkvæða í forsetakosningunum í landinu á föstudag verði endurtalinn vegna ásakana umbótasinna um kosningasvik. Harðlínumaðurinn Mahmoud Ahmadinejad, borgarstjóri í Teheran, varð nokkuð óvænt í öðru sæti í kosningunum á eftir Akbar Rafsanjani, fyrrverandi forseta landsins, og verður að öllu óbreyttu kosið á milli þeirra í annarri umferð kosninganna á föstudaginn kemur. 20.6.2005 00:01 Búist við átakafundi í Ulsan Búist er við átökum á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem hófst í Ulsan í Suður-Kóreu í morgun. Hvalveiðisinnar gerðu sér vonir um að ná í gegn breytingum sem gerðu það að verkum að takmarkaðar hvalveiðar yrðu aftur leyfðar en slegið var á þær væntingar strax í upphafi fundar. 20.6.2005 00:01 36 ár að greiða fyrir veitingar Skuld kínverskra sveitarstjórnarmanna við veitingastað í Shaanxi-héraði er svo há að það tekur fjárvana sveitarfélagið 36 ár að greiða hana niður. Í <em>Beijing Evening News</em> kemur fram að síðustu fjögur ár hafi ráðamennirnir látið skrifa hjá sér veigar fyrir um eina og hálfa milljón íslenskra króna. Bæjarstjórnin hefur einungis heimild til að greiða brotabrot af skuldinni ár hvert og veitingastaðurinn er því gjaldþrota. 20.6.2005 00:01 Kosið um stjórnarskrá í Lúxemborg Yfirvöld í Lúxemborg ákváðu í dag að hverfa ekki frá þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá Evrópusambandsins þann 10. júlí næstkomandi þrátt fyrir þá óvissu sem ríkir um hana í kjölfar þess að Frakkar og Hollendingar felldu hana. 20.6.2005 00:01 Kvenráðherra sver embættiseið Fyrsti kvenráðherra Kúveits sór í dag embættiseið á kúveiska þinginu við hávær mótmæli íslamskra harðlínumanna. Massouma al-Moubarak, fyrrverandi háskólaprófessor og baráttukona fyrir réttindum kvenna, var í síðustu viku skipuð skipulags- og stjórnsýsluráðherra í Persaflóaríkinu og tekur sæti á kúveiska þinginu sem slík. Moubarak sagði við athöfnina að dagurinn í dag markaði þáttaskil fyrir kúveiskar konur sem lengi hefðu barist fyrir því að fá að taka þátt í stjórnmálum í landinu. 20.6.2005 00:01 Zuma ákærður fyrir spillingu Ríkissaksóknari Suður-Afríku greindi frá því í dag að Jacob Zuma, fyrrverandi varaforseti Suður-Afríku, yrði ákærður fyrir spillingu. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar þess að fjármálaráðgjafi Zuma var dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir að hafa haft millgöngu um mútur fyrir varaforsetann frá frönskum vopnaframleiðanda. 20.6.2005 00:01 Manntjón í óveðri í Afganistan Neyðarástand ríkir í norðausturhluta Afganistans í kjölfar óveðurs og flóða sem gengu yfir Badakhshan-hérað í síðustu viku. Talið er að 29 hafi látist í hamförunum og 40 slasast en auk þess eyðilögðust ríflega þúsund heimili. Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna greindi frá því í dag að hún myndi dreifa 88 tonnum af mat og ýmsum öðrum hjálpargögnum á svæðinu, þar á meðal teppum og tjöldum til heimilislausra. 20.6.2005 00:01 Sagðir ætla myrða sendiherra Yfirvöld í Afganistan greindu frá því í dag að þau hefðu handtekið þrjá menn sem grunaðir eru um að hafa skipulagt tilræði við Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í landinu. Mennirnir eru allir Pakistanar og sagði tengjast íslömskum andspyrnuhópi, en þeir voru handteknir í Laghman-héraði í Austur-Afganistan daginn áður en sendiherrann kom þangað í heimsókn. 20.6.2005 00:01 Handtók grunaða mafíósa á Spáni Lögregla á Spáni handtók á dögunum 28 menn sem taldir eru félagar í rússnesku mafíunni en þeir sakaðir um að hafa staðið fyrir umfangsmiklu peningaþvætti á Spáni. Að sögn talsmanns innanríkisráðuneytis Spánar veittu lögregluyfirvöld í Þýskalandi, Frakkland, Belgíu, Bandaríkjunum, Rússlandi og Ísrael aðstoð við handtöku mannanna í einni mestu aðgerð gegn skipulagðri glæpastarfsemi í Evrópu. 20.6.2005 00:01 Bandalag Hariris sigurvegari Kosningayfirvöld í Líbanon voru rétt í þessu að staðfesta að bandalag Saads Hariris hefði hlotið meirihluta þingsæta í þingskosningum í landinu sem lauk í gær. Bandalagið hlaut öll 28 sætin í fjórða og síðasta hluta kosninganna í gær en það er andvígt afskiptum Sýrlendinga af stjórn landsins. 20.6.2005 00:01 Bondevik óvinsæll Ný skoðanakönnun Aftenposten sýnir að vinsældir kristilegra demókrata, flokks forsætisráðherrans Kjell Magne Bondevik fara mjög þverrandi. 20.6.2005 00:01 Banatilræði afstýrt Afgönskum leyniþjónustumönnum tókst í gær að afstýra banatilræði við Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í landinu. 20.6.2005 00:01 Hrópað að kvenráðherra Fyrsti kvenráðherra Kúvæta sór embættiseið sinn í gær. Hróp voru gerð að henni á meðan athöfninni stóð. 20.6.2005 00:01 Lúxemborgarar kjósa Þrátt fyrir óvissuna sem ríkir um þessar mundir í Evrópusambandinu ætla Lúxemborgarar að halda sínu striki og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrársáttmála ESB 10. júlí næstkomandi. 20.6.2005 00:01 CIA segist vita um bin Laden Porter Goss, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, kvaðst í viðtali við tímaritið Time hafa "prýðilega hugmynd" um hvar Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída, felur sig. 20.6.2005 00:01 Vargöldin heldur áfram Þrátt fyrir hertar aðgerðir bandarískra og íraskra hermanna gegn uppreisnarmönnum síðustu daga héldu þeir síðarnefndu uppteknum hætti í gær. Þá féllu í það minnsta 28 manns í árásum víða um landið. 20.6.2005 00:01 Skyndiflóð á Englandi Eftir miklar rigningar hafa orðið skyndiflóð í norðurhluta Yorkshire á Englandi. Rafmagnslaust varð á svæðinu eftir óveður í nótt, vegasamgöngur lágu niðri í tveimur þorpum og mikið tjón hefur orðið á mannvirkjum. Hjálparsveitir hafa unnið hörðum höndum við að bjarga fólki úr bifreiðum, trjám og ofan af húsþökum. Líkur eru taldar á að flytja þurfi fólk af flóðasvæðinu því að spáð er áframhaldandi votviðri. 20.6.2005 00:01 Stjórnarandstaðan sigraði Stórtíðindi urðu í líbanskri stjórnmálasögu á sunnudaginn þegar andsýrlensku flokkarnir sigruðu í þingkosningunum. Allt útlit er fyrir að Saad Hariri fylgi í fótspor föður síns og verði forsætisráðherra landsins. 20.6.2005 00:01 Olíuverð hækkar enn Heimsmarkaðsverð á olíu hélt áfram að stíga í gær og fór fatið hæst upp í tæpa sextíu dali. 20.6.2005 00:01 Ók á áhorfendur í ralli Rall í Rúmeníu fékk skelfilegan endi þegar einn ökumannanna missti stjórn á bílnum. Hann þeyttist niður brekku og að áhorfendum sem fylgdust með rallinu aðeins nokkra metra frá akstursbrautinni. Einn maður höfuðkúpubrotnaði og sjö aðrir slösuðust. Meiðsl þeirra voru sem betur fer ekki alvarleg. 20.6.2005 00:01 Hafa nær jafnað Qaim við jörðu Bandarískar og írakskar hersveitir hafa nær jafnað íröksku borgina Qaim við jörðu. Aðgerðirnar, sem beinast gegn uppreisnarmönnum, hafa skelfilegar afleiðingar fyrir íbúana. 20.6.2005 00:01 Heimilin skuli jöfnuð við jörðu Ísraelar og Palestínumenn hafa komið sér saman um að heimili ísraelskra landnema á Gasa-svæðinu skuli jöfnuð við jörðu þegar þeir flytja þaðan. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá þessu í dag en hún er nú í heimsókn í Miðausturlöndum til þess að þrýsta á Ísraela og Palestínumenn að standa við loforð sín um friðarferlið. 19.6.2005 00:01 Sinn Fein meðlimir teknir í sátt Sinn Fein, hinn pólitíski armur írska lýðveldishersins, hefur tekið aftur í raðir sínar fimm af tólf félögum sem voru reknir eftir morðið á Robert McCartney fyrir utan krá í Belfast í janúar síðastliðnum. 19.6.2005 00:01 Suu Kyi sextug í dag Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðisafla í Burma, er sextug í dag. Hún situr í stofufangelsi í heimalandi sínu eins og hún hefur gert undanfarna áratugi. Meðal leiðtoga sem hafa sent henni afmæliskveðjur eru Nelson Mandela, Desmond Tutu, erkibiskup í Suður-Afríku, Dalai Lama, leiðtogi Tíbets, og George Bush, forseti Bandaríkjanna. 19.6.2005 00:01 Handtekinn í tengslum við morðið Lögreglan í Bretlandi hefur handtekið mann sem talinn er tengjast morðinu á óléttri þjónustustúlku sem fannst látin á heimili sínu í bænum Trowbridge um síðustu helgi. Stúlkan, sem var komin þrjá mánuði á leið, hafði bæði verið skorin á háls og stungin nokkrum sinnum víða um líkamann. 19.6.2005 00:01 20 létust í árás á veitingahús Að minnsta kosti tuttugu manns létu lífið og margir særðust í sprengjuárás á veitingahús í Bagdad í dag. Fimm lögreglumenn og nokkrir öryggisverðir voru meðal þeirra sem féllu þegar maður kom inn í veitingahúsið og sprengdi sjálfan sig í loft upp. 19.6.2005 00:01 Stjórnmálamenn óhultir fyrir ETA ETA, aðskilnaðarsamtök Baska, segjst hætt að myrða stjórnmálamenn. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að spænska ríkisstjórnin sagðist á dögunum vera reiðubúin til samningaviðræðna ef ETA myndi leggja niður vopn. 19.6.2005 00:01 15 skæruliðar drepnir í Afganistan Að minnsta kosti fimmtán eru sagðir látnir eftir að Bandaríkjaher gerði árás úr lofti á hóp skæruliða í Suður-Afganistan í dag. Talsmaður hersins segir árásina hafa verið gerða í kjölfar þess að hermenn í eftilitsferð urðu fyrir árás fyrr í dag. 19.6.2005 00:01 Efnavopna-Ali yfirheyrður Ali Hassan al-Majid, betur þekktur sem „Efnavopna-Ali“, er á meðal þeirra sem yfirheyrðir hafa verið undanfarna daga í undirbúningnum fyrir réttarhöldin yfir harðstjórn Saddams Husseins í Írak. Ali er sagður hafa verið einn nánasti samstarfsmaður Saddams en hann var síðast yfirheyrður í desember, að því er talsmaður Bandaríkjahers greindi frá í dag. 19.6.2005 00:01 Bandarísk þota nauðlenti í Íran Bandarísk farþegaþota nauðlenti í Íran í dag vegna bilunar í farangursrými. Bandarískar flugvélar lenda ekki í Íran vegna viðskiptabanns Sameinuðu þjóðanna en þegar bilun varð í DC-10 þotu frá Northwest Airlines, á leið frá Indlandi til Hollands, bað flugstjórinn um heimild til þess að nauðlenda í Tehran. Það leyfi var þegar veitt. 19.6.2005 00:01 Ísraelar og Palestínumenn sammála Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, segir að Ísraelar og Palestínumenn séu sammála um hvernig skuli staðið að brottflutningi gyðinga frá Gaza-svæðinu. 19.6.2005 00:01 Lést á krossinum Rúmensk nunna lést eftir að hafa verið bundin við kross og skilin ein eftir í þrjá daga í köldu herbergi í nunnuklaustri. Prestur og fjórar nunnur hafa verið handtekin í tengslum við málið. 19.6.2005 00:01 Tuttugu létust í átökum Allt að 20 uppreisnarmenn létu lífið í suðurhluta Afganistan í gær, þegar herþotur og þyrlur Bandaríkjamanna hófu skothríð á hóp af mönnum sem grunur lék á að væru uppreisnarmenn. 19.6.2005 00:01 Gramur kanslaranum Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, gagnrýnir Gerhard Schröder Þýskalandskanslara fyrir að hafa ekki afstýrt því að þýska þingið samþykkti ályktun þar sem Tyrkir eru hvattir til að rannsaka upp á nýtt ábyrgð sína á dauða rúmlega milljón Armena á árunum 1915 til 1923. 19.6.2005 00:01 Merki lýðræðis og frelsis Það var víða um heim sem stuðningsmenn Aung San Suu Kyi, friðarverðlaunahafa Nóbels, notuðu tækifærið í gær á sextugsafmæli hennar og hvöttu til þess að stjórnvöld í Myanmar leystu hana úr stofufangelsi. Danski utanríkisráðherrann kallaði hana merki lýðræðis og frelsis í öllum heiminum. 19.6.2005 00:01 Hús gyðinga verða rifin Ísraelar og Palestínumenn hafa samið um að landtökubyggðir gyðinga á Gaza-svæðinu verði fjarlægðar. Óvissa hefur ríkt um hvað verður um húsnæði um 8.000 gyðinga eftir að þeir verða fluttir frá Gaza í ágúst. 19.6.2005 00:01 Morðvopn fundið Ísöxin sem flugumaður Stalíns notaði til að ráða Leon Trotskí af dögum í Mexíkó árið 1940 er hugsanlega komin í leitirnar. 19.6.2005 00:01 Hvalkjöt vinsælt í S-Kóreu Hvalkjöt nýtur vaxandi vinsælda í Suður-Kóreu og þar fer fundur hvalveiðiráðsins fram á næstunni. Náttúruverndarsinnar segja hvalinn aldrei hafa verið í meiri hættu. 19.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fundu lík af 2500 ára stúlku Þýska lögreglan var kölluð til þegar líkamsleifar unglingsstúlku fundust í Neðra-Saxlandi. Lögreglan fól hins vegar fornleifafræðingum málið. Líkið var 2500 ára gamalt en ótrúlega vel varðveitt. Það er talið vera einn merkasti fornleifafundur Evrópu í áratugi. 21.6.2005 00:01
Blóðugur morgunn í Írak Að minnsta kosti 25 Írakar féllu í árásum uppreisnarmanna í nótt og í morgun. Um klukkan tvö sprakk bílsprengja utan við lögreglustöð í Bagdad og í kjölfarið upphófst skothríð. Þar létust fimm lögregluþjónar og meira en tuttugu særðust. Snemma í morgun var svo gerð sjálfsmorðsárás við ráðningarstöð írakska hersins í borginni Arbil í norðurhluta Íraks. 20.6.2005 00:01
Náðu ekki yfirhöndinni á fundi Hvalveiðisinnum mistókst í morgun að ná yfirhöndinni á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Suður-Kóreu. Veiðisinnar urðu undir í atkvæðagreiðslu um breytingar á starfsemi Alþjóðahvalveiðiráðsins en japanska sendinefndin lagði til að atkvæðagreiðslur um tillögur yrðu framvegis leynilegar. Aðeins þremur atkvæðum munaði. 20.6.2005 00:01
Hyggjast innleiða reykingabann Breska stjórnin mun í dag greina frá því að hún hyggist setja lög um algjört reykingabann á opinberum stöðum í Bretlandi. Upphaflega var talið að staðir sem ekki seldu mat yrðu undanskildir banninu en breska blaðið <em>Observer</em> hefur eftir heimildarmönnum innan Verkamannaflokksins að bannið muni ná til allra opinberra staða, líka hefðbundinna öldurhúsa. 20.6.2005 00:01
Bandalag Hariris með meirihluta Bandalag Saads Hariris virðist hafa náð hreinum meirihluta á þinginu í Líbanon eftir fjórða og síðasta hluta kosninga í landinu sem fram fór var í gær. Saad er sonur Rafiqs Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, sem var myrtur fyrr á þessu ári og flokkur hans er andsnúinn Sýrlendingum. 20.6.2005 00:01
Hermaður drepinn í fyrirsát Ísraelskur hermaður lést og tveir særðust þegar palestínskir uppreisnarmenn sátu fyrir þeim og gerðu á þá árás nærri landamærum Egyptalands í gær. Óþekktur hópur uppreisnarmanna segist hafa náð atburðinum á myndband en ekki hefur verið staðfest að myndirnar séu ósviknar. Einn árásarmannanna lést í átökunum. 20.6.2005 00:01
Segjast vita hvar bin Laden er Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir að nokkurn veginn sé vitað hvar Osama bin Laden haldi sig en ekki verði látið til skarar skríða gegn honum strax. Þetta kemur fram í tímaritinu <em>Time</em>. Þar segir Porter Goss, yfirmaður CIA, að sökum ákveðinna veikleika, sem enn séu fyrir hendi í sameiginlegri baráttu gegn hryðjuverkum, þurfi að bíða með að ráðast til atlögu gegn bin Laden. 20.6.2005 00:01
Endurtelja hluta atkvæða í Íran Kjörstjórn í Íran hefur fyrirskipað að hluti atkvæða í forsetakosningunum í landinu á föstudag verði endurtalinn vegna ásakana umbótasinna um kosningasvik. Harðlínumaðurinn Mahmoud Ahmadinejad, borgarstjóri í Teheran, varð nokkuð óvænt í öðru sæti í kosningunum á eftir Akbar Rafsanjani, fyrrverandi forseta landsins, og verður að öllu óbreyttu kosið á milli þeirra í annarri umferð kosninganna á föstudaginn kemur. 20.6.2005 00:01
Búist við átakafundi í Ulsan Búist er við átökum á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem hófst í Ulsan í Suður-Kóreu í morgun. Hvalveiðisinnar gerðu sér vonir um að ná í gegn breytingum sem gerðu það að verkum að takmarkaðar hvalveiðar yrðu aftur leyfðar en slegið var á þær væntingar strax í upphafi fundar. 20.6.2005 00:01
36 ár að greiða fyrir veitingar Skuld kínverskra sveitarstjórnarmanna við veitingastað í Shaanxi-héraði er svo há að það tekur fjárvana sveitarfélagið 36 ár að greiða hana niður. Í <em>Beijing Evening News</em> kemur fram að síðustu fjögur ár hafi ráðamennirnir látið skrifa hjá sér veigar fyrir um eina og hálfa milljón íslenskra króna. Bæjarstjórnin hefur einungis heimild til að greiða brotabrot af skuldinni ár hvert og veitingastaðurinn er því gjaldþrota. 20.6.2005 00:01
Kosið um stjórnarskrá í Lúxemborg Yfirvöld í Lúxemborg ákváðu í dag að hverfa ekki frá þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá Evrópusambandsins þann 10. júlí næstkomandi þrátt fyrir þá óvissu sem ríkir um hana í kjölfar þess að Frakkar og Hollendingar felldu hana. 20.6.2005 00:01
Kvenráðherra sver embættiseið Fyrsti kvenráðherra Kúveits sór í dag embættiseið á kúveiska þinginu við hávær mótmæli íslamskra harðlínumanna. Massouma al-Moubarak, fyrrverandi háskólaprófessor og baráttukona fyrir réttindum kvenna, var í síðustu viku skipuð skipulags- og stjórnsýsluráðherra í Persaflóaríkinu og tekur sæti á kúveiska þinginu sem slík. Moubarak sagði við athöfnina að dagurinn í dag markaði þáttaskil fyrir kúveiskar konur sem lengi hefðu barist fyrir því að fá að taka þátt í stjórnmálum í landinu. 20.6.2005 00:01
Zuma ákærður fyrir spillingu Ríkissaksóknari Suður-Afríku greindi frá því í dag að Jacob Zuma, fyrrverandi varaforseti Suður-Afríku, yrði ákærður fyrir spillingu. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar þess að fjármálaráðgjafi Zuma var dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir að hafa haft millgöngu um mútur fyrir varaforsetann frá frönskum vopnaframleiðanda. 20.6.2005 00:01
Manntjón í óveðri í Afganistan Neyðarástand ríkir í norðausturhluta Afganistans í kjölfar óveðurs og flóða sem gengu yfir Badakhshan-hérað í síðustu viku. Talið er að 29 hafi látist í hamförunum og 40 slasast en auk þess eyðilögðust ríflega þúsund heimili. Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna greindi frá því í dag að hún myndi dreifa 88 tonnum af mat og ýmsum öðrum hjálpargögnum á svæðinu, þar á meðal teppum og tjöldum til heimilislausra. 20.6.2005 00:01
Sagðir ætla myrða sendiherra Yfirvöld í Afganistan greindu frá því í dag að þau hefðu handtekið þrjá menn sem grunaðir eru um að hafa skipulagt tilræði við Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í landinu. Mennirnir eru allir Pakistanar og sagði tengjast íslömskum andspyrnuhópi, en þeir voru handteknir í Laghman-héraði í Austur-Afganistan daginn áður en sendiherrann kom þangað í heimsókn. 20.6.2005 00:01
Handtók grunaða mafíósa á Spáni Lögregla á Spáni handtók á dögunum 28 menn sem taldir eru félagar í rússnesku mafíunni en þeir sakaðir um að hafa staðið fyrir umfangsmiklu peningaþvætti á Spáni. Að sögn talsmanns innanríkisráðuneytis Spánar veittu lögregluyfirvöld í Þýskalandi, Frakkland, Belgíu, Bandaríkjunum, Rússlandi og Ísrael aðstoð við handtöku mannanna í einni mestu aðgerð gegn skipulagðri glæpastarfsemi í Evrópu. 20.6.2005 00:01
Bandalag Hariris sigurvegari Kosningayfirvöld í Líbanon voru rétt í þessu að staðfesta að bandalag Saads Hariris hefði hlotið meirihluta þingsæta í þingskosningum í landinu sem lauk í gær. Bandalagið hlaut öll 28 sætin í fjórða og síðasta hluta kosninganna í gær en það er andvígt afskiptum Sýrlendinga af stjórn landsins. 20.6.2005 00:01
Bondevik óvinsæll Ný skoðanakönnun Aftenposten sýnir að vinsældir kristilegra demókrata, flokks forsætisráðherrans Kjell Magne Bondevik fara mjög þverrandi. 20.6.2005 00:01
Banatilræði afstýrt Afgönskum leyniþjónustumönnum tókst í gær að afstýra banatilræði við Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í landinu. 20.6.2005 00:01
Hrópað að kvenráðherra Fyrsti kvenráðherra Kúvæta sór embættiseið sinn í gær. Hróp voru gerð að henni á meðan athöfninni stóð. 20.6.2005 00:01
Lúxemborgarar kjósa Þrátt fyrir óvissuna sem ríkir um þessar mundir í Evrópusambandinu ætla Lúxemborgarar að halda sínu striki og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrársáttmála ESB 10. júlí næstkomandi. 20.6.2005 00:01
CIA segist vita um bin Laden Porter Goss, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, kvaðst í viðtali við tímaritið Time hafa "prýðilega hugmynd" um hvar Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída, felur sig. 20.6.2005 00:01
Vargöldin heldur áfram Þrátt fyrir hertar aðgerðir bandarískra og íraskra hermanna gegn uppreisnarmönnum síðustu daga héldu þeir síðarnefndu uppteknum hætti í gær. Þá féllu í það minnsta 28 manns í árásum víða um landið. 20.6.2005 00:01
Skyndiflóð á Englandi Eftir miklar rigningar hafa orðið skyndiflóð í norðurhluta Yorkshire á Englandi. Rafmagnslaust varð á svæðinu eftir óveður í nótt, vegasamgöngur lágu niðri í tveimur þorpum og mikið tjón hefur orðið á mannvirkjum. Hjálparsveitir hafa unnið hörðum höndum við að bjarga fólki úr bifreiðum, trjám og ofan af húsþökum. Líkur eru taldar á að flytja þurfi fólk af flóðasvæðinu því að spáð er áframhaldandi votviðri. 20.6.2005 00:01
Stjórnarandstaðan sigraði Stórtíðindi urðu í líbanskri stjórnmálasögu á sunnudaginn þegar andsýrlensku flokkarnir sigruðu í þingkosningunum. Allt útlit er fyrir að Saad Hariri fylgi í fótspor föður síns og verði forsætisráðherra landsins. 20.6.2005 00:01
Olíuverð hækkar enn Heimsmarkaðsverð á olíu hélt áfram að stíga í gær og fór fatið hæst upp í tæpa sextíu dali. 20.6.2005 00:01
Ók á áhorfendur í ralli Rall í Rúmeníu fékk skelfilegan endi þegar einn ökumannanna missti stjórn á bílnum. Hann þeyttist niður brekku og að áhorfendum sem fylgdust með rallinu aðeins nokkra metra frá akstursbrautinni. Einn maður höfuðkúpubrotnaði og sjö aðrir slösuðust. Meiðsl þeirra voru sem betur fer ekki alvarleg. 20.6.2005 00:01
Hafa nær jafnað Qaim við jörðu Bandarískar og írakskar hersveitir hafa nær jafnað íröksku borgina Qaim við jörðu. Aðgerðirnar, sem beinast gegn uppreisnarmönnum, hafa skelfilegar afleiðingar fyrir íbúana. 20.6.2005 00:01
Heimilin skuli jöfnuð við jörðu Ísraelar og Palestínumenn hafa komið sér saman um að heimili ísraelskra landnema á Gasa-svæðinu skuli jöfnuð við jörðu þegar þeir flytja þaðan. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá þessu í dag en hún er nú í heimsókn í Miðausturlöndum til þess að þrýsta á Ísraela og Palestínumenn að standa við loforð sín um friðarferlið. 19.6.2005 00:01
Sinn Fein meðlimir teknir í sátt Sinn Fein, hinn pólitíski armur írska lýðveldishersins, hefur tekið aftur í raðir sínar fimm af tólf félögum sem voru reknir eftir morðið á Robert McCartney fyrir utan krá í Belfast í janúar síðastliðnum. 19.6.2005 00:01
Suu Kyi sextug í dag Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðisafla í Burma, er sextug í dag. Hún situr í stofufangelsi í heimalandi sínu eins og hún hefur gert undanfarna áratugi. Meðal leiðtoga sem hafa sent henni afmæliskveðjur eru Nelson Mandela, Desmond Tutu, erkibiskup í Suður-Afríku, Dalai Lama, leiðtogi Tíbets, og George Bush, forseti Bandaríkjanna. 19.6.2005 00:01
Handtekinn í tengslum við morðið Lögreglan í Bretlandi hefur handtekið mann sem talinn er tengjast morðinu á óléttri þjónustustúlku sem fannst látin á heimili sínu í bænum Trowbridge um síðustu helgi. Stúlkan, sem var komin þrjá mánuði á leið, hafði bæði verið skorin á háls og stungin nokkrum sinnum víða um líkamann. 19.6.2005 00:01
20 létust í árás á veitingahús Að minnsta kosti tuttugu manns létu lífið og margir særðust í sprengjuárás á veitingahús í Bagdad í dag. Fimm lögreglumenn og nokkrir öryggisverðir voru meðal þeirra sem féllu þegar maður kom inn í veitingahúsið og sprengdi sjálfan sig í loft upp. 19.6.2005 00:01
Stjórnmálamenn óhultir fyrir ETA ETA, aðskilnaðarsamtök Baska, segjst hætt að myrða stjórnmálamenn. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að spænska ríkisstjórnin sagðist á dögunum vera reiðubúin til samningaviðræðna ef ETA myndi leggja niður vopn. 19.6.2005 00:01
15 skæruliðar drepnir í Afganistan Að minnsta kosti fimmtán eru sagðir látnir eftir að Bandaríkjaher gerði árás úr lofti á hóp skæruliða í Suður-Afganistan í dag. Talsmaður hersins segir árásina hafa verið gerða í kjölfar þess að hermenn í eftilitsferð urðu fyrir árás fyrr í dag. 19.6.2005 00:01
Efnavopna-Ali yfirheyrður Ali Hassan al-Majid, betur þekktur sem „Efnavopna-Ali“, er á meðal þeirra sem yfirheyrðir hafa verið undanfarna daga í undirbúningnum fyrir réttarhöldin yfir harðstjórn Saddams Husseins í Írak. Ali er sagður hafa verið einn nánasti samstarfsmaður Saddams en hann var síðast yfirheyrður í desember, að því er talsmaður Bandaríkjahers greindi frá í dag. 19.6.2005 00:01
Bandarísk þota nauðlenti í Íran Bandarísk farþegaþota nauðlenti í Íran í dag vegna bilunar í farangursrými. Bandarískar flugvélar lenda ekki í Íran vegna viðskiptabanns Sameinuðu þjóðanna en þegar bilun varð í DC-10 þotu frá Northwest Airlines, á leið frá Indlandi til Hollands, bað flugstjórinn um heimild til þess að nauðlenda í Tehran. Það leyfi var þegar veitt. 19.6.2005 00:01
Ísraelar og Palestínumenn sammála Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, segir að Ísraelar og Palestínumenn séu sammála um hvernig skuli staðið að brottflutningi gyðinga frá Gaza-svæðinu. 19.6.2005 00:01
Lést á krossinum Rúmensk nunna lést eftir að hafa verið bundin við kross og skilin ein eftir í þrjá daga í köldu herbergi í nunnuklaustri. Prestur og fjórar nunnur hafa verið handtekin í tengslum við málið. 19.6.2005 00:01
Tuttugu létust í átökum Allt að 20 uppreisnarmenn létu lífið í suðurhluta Afganistan í gær, þegar herþotur og þyrlur Bandaríkjamanna hófu skothríð á hóp af mönnum sem grunur lék á að væru uppreisnarmenn. 19.6.2005 00:01
Gramur kanslaranum Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, gagnrýnir Gerhard Schröder Þýskalandskanslara fyrir að hafa ekki afstýrt því að þýska þingið samþykkti ályktun þar sem Tyrkir eru hvattir til að rannsaka upp á nýtt ábyrgð sína á dauða rúmlega milljón Armena á árunum 1915 til 1923. 19.6.2005 00:01
Merki lýðræðis og frelsis Það var víða um heim sem stuðningsmenn Aung San Suu Kyi, friðarverðlaunahafa Nóbels, notuðu tækifærið í gær á sextugsafmæli hennar og hvöttu til þess að stjórnvöld í Myanmar leystu hana úr stofufangelsi. Danski utanríkisráðherrann kallaði hana merki lýðræðis og frelsis í öllum heiminum. 19.6.2005 00:01
Hús gyðinga verða rifin Ísraelar og Palestínumenn hafa samið um að landtökubyggðir gyðinga á Gaza-svæðinu verði fjarlægðar. Óvissa hefur ríkt um hvað verður um húsnæði um 8.000 gyðinga eftir að þeir verða fluttir frá Gaza í ágúst. 19.6.2005 00:01
Morðvopn fundið Ísöxin sem flugumaður Stalíns notaði til að ráða Leon Trotskí af dögum í Mexíkó árið 1940 er hugsanlega komin í leitirnar. 19.6.2005 00:01
Hvalkjöt vinsælt í S-Kóreu Hvalkjöt nýtur vaxandi vinsælda í Suður-Kóreu og þar fer fundur hvalveiðiráðsins fram á næstunni. Náttúruverndarsinnar segja hvalinn aldrei hafa verið í meiri hættu. 19.6.2005 00:01