Fleiri fréttir Naktir Svíar dansandi á Volvobílum Móðurfyrirtæki Ikea í Svíþjóð hefur skipað útibúum sínum í Þýskalandi að draga til baka auglýsingar sem sýna draugfulla Svía á Jónsmessugleði. Svíar eru saltmóðgaðir út í Þjóðverja vegna auglýsinganna. 18.6.2005 00:01 Áhersla á uppbyggingu sjávarútvegs Sérstök áhersla verður lögð á aðstoð við uppbyggingu í sjávarútvegi í þeirri aðstoð sem framundan er á vegum Íslendinga í Srí Lanka. Þróunarsamvinnustofnun hefur unnið að undirbúningi verkefnisins í nokkurn tíma en í næstu viku verður samningur um aðstoðina undirritaður. 18.6.2005 00:01 Fimmtíu skæruliðar felldir Bandarískar og írakskar hersveitir héldu í dag áfram stórsókn sinni gegn uppreisnarmönnum í vesturhluta landsins. Fimmtíu skæruliðar voru felldir þar í gær. 18.6.2005 00:01 Árásir í Kúveit í farvatninu? Utanríkisráðherra Íraks, Hoshiyar Zebari, segist óttast að skæruliðar í landinu ráðist inn í nágrannaríkið Kúveit á næstunni til að fremja þar ódæðisverk í líkingu við þau sem svo tíð hafi verið í Írak undanfarin misseri. 18.6.2005 00:01 500 þúsund í mótmælagöngu í Madríd Búist er við allt að hálfri milljón manna í mótmælagöngu í Madríd á Spáni síðdegis í dag. Fólkið ætlar að mótmæla hugmyndum stjórnvalda um að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra. Biskupar rómversk kaþólsku kirkjunnar leiða mótmælin ásamt leiðtogum hins íhaldssama stjórnarandstöðuflokks, Fólksflokksins. 18.6.2005 00:01 Reikningar opnir vegna víruss Óprúttnir aðilar eru taldir hafa komist yfir reiknings- og leyninúmer allt að 40 milljóna kreditkortaeigenda í Bandaríkjunum, að því er talsmaður MasterCard-fyrirtækisins þar í landi greinir frá. Þetta orsakast af tölvuvírus sem lætt var inn í gagnakerfi bandarískra kreditkortafyrirtækja og þetta einskorðast því ekki við eigendur korta hjá MasterCard. 18.6.2005 00:01 Uppreisnum svarað af hörku Ríkisstjórnin í Kirgistan tilkynnti í dag að öllum tilraunum til uppreisnar í landinu yrði svarað af hörku. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að hópur fólks ruddist inn í byggingu sem stjórnin hefur aðsetur sitt í í gær. 18.6.2005 00:01 Lítill árangur af viðræðunum Lítið virðist hafa komið út úr viðræðum Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, sem fram fóru í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. Á blaðamannafundi að viðræðunum loknum sagði Rice að Ísraelar og Palestínumenn yrðu að vinna saman að farsælli lausn á brottflutningi herliðs Ísraelsmanna frá Gasa. </font /> 18.6.2005 00:01 Þróunaraðstoð í Asíu í fyrsta sinn Ísland er, í fyrsta skipti, að hefja þróunaraðstoð við land í Asíu en Íslendingar hafa tekið að sér að aðstoða við uppbyggingu sjávarútvegs í Srí Lanka. Einnig er verið að nema land í Mið-Ameríku. 18.6.2005 00:01 Tugir skæruliða felldir í Írak Bandarískir og írakskir hermenn hafa fellt tugi skæruliða og handtekið enn fleiri í stórsókn nálægt sýrlensku landamærunum í dag. 18.6.2005 00:01 Réttindum samkynhneigðra mótmælt Nokkur hundruð þúsund manns, undir forystu tuttugu rómversk-kaþólskra biskupa og íhaldssamra andspyrnuleiðtoga, fylltu miðborg Madrídar á laugardag í mótmælum gegn frumvarpi um lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra og réttar þeirra til ættleiðinga. 18.6.2005 00:01 Sögulegar súdanskar sættir Súdönsk yfirvöld skrifuðu undir sáttasamning við ein stærstu andspyrnusamtök landsins, Lýðræðisbandalagið, í gær. 18.6.2005 00:01 Blóðug átök í Belfast Tugir manna slösuðust í blóðugum átökum í Belfast á Norður-Írlandi í gærkvöldi. Óttast er að þetta sé fyrirboði um það sem koma skal í sumar. 18.6.2005 00:01 Rafsanjani efstur Enginn frambjóðendanna í írönsku forsetakosningunum fékk hreinan meirihluta og því verður að kjósa aftur á milli þeirra tveggja efstu á föstudaginn kemur. Þetta er í fyrsta sinn í íranskri stjórnmálasögu sem það gerist 18.6.2005 00:01 Erfiðir tímar hjá ESB Evrópusambandið er komið í einhverja verstu tilvistarkreppu sögu sinnar eftir að leiðtogafundur sambandsins í Brussel fór gjörsamlega út um þúfur. Hvorki náðist sátt um fjárlög sambandsins né það hvernig bjarga mætti stjórnarskrársáttmálanum. 18.6.2005 00:01 Róstur í Belfast Til átaka kom í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands, í fyrrinótt á milli kaþólikka og mótmælenda. 18 lögreglumenn meiddust í átökunum og ellefu borgarar til viðbótar. 18.6.2005 00:01 Heldur hlífiskildi yfir Mugabe Breskur þingmaður hefur gagnrýnt forseta Suður-Afríku harkalega fyrir að halda hlífiskildi yfir Robert Mugabe, forseta Simbabves. Þingmaðurinn er nýkomin úr leynilegri heimsókn til Simbabves og segir Mugabe vera í stríði við eigin þjóð. 18.6.2005 00:01 ESB: Staðfestingarferlinu frestað Staðfestingarferli stjórnarskár Evrópusambandins hefur verið slegið á frest. Hvort eða hvenær staðfestingarferli stjórnarskrár Evrópusambandsins hefst að nýju er á huldu. 17.6.2005 00:01 Sendiráðum lokað í Nígeríu Sendiráði Bandaríkjanna í Abuja, höfuðborg Nígeríu, og skrifstofu bandaríska konsúlsins í Lagos, stærstu borg landsins, var lokað í morgun af öryggisástæðum. Bretar fylgdu í kjölfarið skömmu síðar og lokuðu sendiráði sínu í Lagos af sömu ástæðu. 17.6.2005 00:01 Ráðherrann gagnrýnir Schröder Forsætisráðherra Tyrklands gagnrýndi Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, í morgun í kjölfar þess að þýska þingið harmaði meint þjóðarmorð Tyrkja á Armenum í fyrri heimsstyrjöld. 17.6.2005 00:01 Miklar deilur á leiðtogafundi ESB Það logar stafna á milli á leiðtogafundi Evrópusambandins sem hófst í Brussel í gær. Samþykkt stjórnarskrársáttmála sambandsins hefur verið slegið á frest um óákveðinn tíma og nú er hart tekist á um fjárframlög þjóðanna í sameiginlega sjóði. 17.6.2005 00:01 Fleiri sendiráð rýmd í Nígeríu Ítalir og Indverjar hafa látið rýma sendiráð sín og skrifstofubyggingar í Nígeríu líkt og Bandaríkjamenn og Bretar gerðu fyrr í morgun. Mikill viðbúnaður er í borginni Lagos eftir að óljósar fregnir bárust af því að íslömsk hryðjuverkasamtök myndu láta til skarar skríða gegn erlendum erindrekum. 17.6.2005 00:01 Sænskur dómari kaupir sér blíðu Sænskur héraðsdómari var staðinn að því að kaupa sér blíðu vændiskvenna. Athygli vekur að þetta er þriðji sænski dómarinn á þessu ári sem staðinn hefur verið að þessari iðju. 17.6.2005 00:01 Raforkukerfi Danmerkur eflt Danir leggja nýjan rafstreng undir Stórabelti fyrir rúman milljarð danskra króna. Þannig sameina þeir og efla raforkukerfi austur- og vesturhluta Danmerkur. Fyrir tveimur árum fór rafmagn af samtímis í suðurhluta Svíþjóðar og Danmörku og kom þá í ljós hve viðkvæmt rafveitunetið er. 17.6.2005 00:01 Sex látnir eftir loftárásir Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að Bandaríkjamenn gerðu loftárásir á aðsetur meintra hryðjuverkamanna í Írak í nótt. F-16 orrustuþotur flugu yfir skotmörkin, sem flest eru í og við bæinn Qaim í vesturhluta landsins, og vörpuðu fjölda mjög öflugra sprengna. 17.6.2005 00:01 Seldi dóttur sína í vændi Fjörutíu og fjögurra ára gamall karlmaður var dæmdur í níu ára fangelsi í Svíþjóð fyrir að nauðga dóttur sinni og selja hana í barnavændi á aldursbilinu fjögurra til níu ára. Fjórir menn í viðbót eru sakfelldir fyrir að beita stúlkuna kynferðislegu ofbeldi, allir yngri en faðirinn. 17.6.2005 00:01 Chirac samþykkir frestun Jacques Chirac, forseti Frakklands, sagði fyrir stundu að hann væri reiðubúinn að fresta atkvæðagreiðslu um tillögu þess efnis að Bretar fái ekki lengur afslátt af gjöldum Evrópusambandsins, gegn því að það verði til þess að breyting verði á fjárframlögum til sambandsins í heild. 17.6.2005 00:01 Sláum því á frest „Sláum því á frest“ er helsta niðurstaða leiðtogafundar Evrópusambandsþjóðanna um sameiginlega stjórnarskrá sem lýkur í Brussel í kvöld. Þá var hart deilt um frjárframlög í sameiginlega sjóði. 17.6.2005 00:01 Dómararnir sækja í vændiskonur Á einu ári hafa þrír sænskir dómarar verið staðnir að því að kaupa sér blíðu vændiskvenna sem er refsiverður verknaður í Svíþjóð. 17.6.2005 00:01 Lögin opna fyrir íslensk föðurnöfn Umdeild nafnalög voru samþykkt á danska þinginu í morgun. Lögin auðvelda útlendingum í landinu að taka upp dönsk eftirnöfn og opna fyrir íslensk föðurnöfn. 17.6.2005 00:01 Allt í hnút í ESB Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, gerði hlé á leiðtogafundi Evrópusambandsins stuttu eftir hádegi í gær. Umræður um fjárlög sambandsins fyrir tímabilið 2007 til 2013 fóru í hnút og Juncker mun hafa boðað hina leiðtogana 24 á sinn fund til þess að ræða einslega við þá áður en lengra verður haldið. 17.6.2005 00:01 Nafnalög samþykkt Danskir þingmenn samþykktu ný nafnalög sem fela meðal annars í sér að öllum skuli vera frjálst að taka upp eftirnafn sem fleiri en tvö þúsund Danir bera. 17.6.2005 00:01 Norður-Kóreumenn vilja funda Norður-kóresk stjórnvöld segjast vilja funda með bandarískum stjórnvöldum í næsta mánuði og ræða um kjarnorkuafvopnun. 17.6.2005 00:01 Íranar fjölmenntu á kjörstað Afar góð kjörsókn var í írönsku forsetakosningunum í gær. Úrslit munu liggja fyrir í dag en búist er við að kjósa þurfi aftur á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu. 17.6.2005 00:01 Danir mega nota íslensku aðferðina Á þjóðhátíðardegi Íslendinga hafa danskir þingmenn samþykkt ný nafnalög sem fela meðal annars í sér endurvakningu föðurnafna að íslenskri hefð. 17.6.2005 00:01 Héldu börnum í gíslingu Eitt barn og tveir byssumenn létu lífið þegar lögregla réðst til atlögu og yfirbugaði mannræningja í Kambódíu sem höfðu haldið tæplega þrjátíu leikskólabörnum í gíslingu í morgun. Sex menn vopnaðir byssum ruddust inn í leikskólann í morgun og tóku um fjörutíu börn í gíslingu en ellefu þeirra var sleppt fljótlega. 16.6.2005 00:01 Ekki búist við niðurstöðu á fundi Ekki er búist við að nein niðurstaða náist um fjármál Evrópusambandsins á fundi leiðtoga landa sambandsins sem haldinn verður síðar í dag. Aðallega er deilt um 400 milljarða skattaafslátt Breta sem samið var um árið 1984 á þeim forsendum að þeir fengju minna í styrki en önnur lönd. Öll lönd sambandsins, önnur en Bretar, vilja að afslátturinn verði afnuminn hið fyrsta. 16.6.2005 00:01 Herþota brotlenti í bakgarðinum Meira en þrettán hundruð manns þurftu að yfirgefa heimili sín í Arizona í Bandaríkjunum í gærkvöldi þegar herþota brotlenti í bakgarði íbúðarhúss. Flugmaðurinn slapp með lítils háttar meiðsl og ekki er vitað til þess að neinn annar hafi slasast þó að kviknað hafi í húsinu. Mikil hætta var á ferðum þar sem inni í þotunni voru fjórar 200 kílógramma sprengjur og mikið af skotfærum. 16.6.2005 00:01 Leystu upp eiturlyfjahring Lögregluyfirvöld á Ítalíu, Spáni og í Suður-Ameríku hafa leyst upp alþjóðlegan eiturlyfjahring og handtekið fjórtán menn og lagt hald á hálft tonn af kókaíni. Að sögn lögreglunnar á Ítalíu hafði hringurinn um nokkurt skeið séð um flutning eiturlyfja frá Suður-Ameríku til Evrópu. 16.6.2005 00:01 Handtók 13 al-Qaida liða Írakska lögreglan handtók í morgun þrettán menn sem grunaðir eru um aðild að samtökum al-Qaida í landinu. Lögreglan gerði áhlaup á nokkra staði í Bagdad þar sem vitað var að uppreisnarmennirnir héldu sig. 16.6.2005 00:01 Aukin framleiðsla hefur ekki áhrif Olíuverð nálgast nú 56 dollara á fatið og er greinilegt að ákvörðun OPEC-ríkjanna í gær um að auka framleiðslu hefur engin áhrif haft á verð á mörkuðum. Verðið hefur til að mynda hækkað um tvo dollara á fatið á markaði í Bandaríkjunum í þessari viku. Sérfræðingar telja engar líkur á verðlækkun þar sem það jaðrar við olíuskorti. 16.6.2005 00:01 Afboðar líklega þjóðaratkvæði Danir munu að öllum líkindum afboða þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarsáttmála Evrópusambandsins, en hún átti að fara fram 27. september næstkomandi. Heimildarmaður <em>Reuters </em>segir Anders Fogh-Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hafa miklar efasemdir um að samkomulag náist innan Evrópusambandsins um hvernig haga beri framhaldinu eftir að Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarsáttmálanum fyrir skemmstu. 16.6.2005 00:01 Eigi ekki í viðræðum við Mladic Serbnesk yfirvöld neita því með öllu að þau reyni nú að semja við fyrrverandi hershöfðinga Bosníu-Serba, Ratko Mladic, um að hann gefi sig fram við yfirvöld og verði í kjölfarið framseldur til stríðsglæpadómstólsins í Haag. 16.6.2005 00:01 Hafi vitað af vilja til samninga Ný gögn benda til þess að Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hafi vitað af vilja fyrirtækis sem sonur hans vann hjá til að fá arðbæran samning við Sameinuðu þjóðirnar vegna áætlunar um olíu fyrir mat í Írak. 16.6.2005 00:01 Engin von um að Schiavo næði sér Engin von var til þess að Terri Schiavo næði sér. Krufning leiddi þetta í ljós en ekki tókst að finna ástæðu þess að hún féll í dá fyrir fimmtán árum síðan. 16.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Naktir Svíar dansandi á Volvobílum Móðurfyrirtæki Ikea í Svíþjóð hefur skipað útibúum sínum í Þýskalandi að draga til baka auglýsingar sem sýna draugfulla Svía á Jónsmessugleði. Svíar eru saltmóðgaðir út í Þjóðverja vegna auglýsinganna. 18.6.2005 00:01
Áhersla á uppbyggingu sjávarútvegs Sérstök áhersla verður lögð á aðstoð við uppbyggingu í sjávarútvegi í þeirri aðstoð sem framundan er á vegum Íslendinga í Srí Lanka. Þróunarsamvinnustofnun hefur unnið að undirbúningi verkefnisins í nokkurn tíma en í næstu viku verður samningur um aðstoðina undirritaður. 18.6.2005 00:01
Fimmtíu skæruliðar felldir Bandarískar og írakskar hersveitir héldu í dag áfram stórsókn sinni gegn uppreisnarmönnum í vesturhluta landsins. Fimmtíu skæruliðar voru felldir þar í gær. 18.6.2005 00:01
Árásir í Kúveit í farvatninu? Utanríkisráðherra Íraks, Hoshiyar Zebari, segist óttast að skæruliðar í landinu ráðist inn í nágrannaríkið Kúveit á næstunni til að fremja þar ódæðisverk í líkingu við þau sem svo tíð hafi verið í Írak undanfarin misseri. 18.6.2005 00:01
500 þúsund í mótmælagöngu í Madríd Búist er við allt að hálfri milljón manna í mótmælagöngu í Madríd á Spáni síðdegis í dag. Fólkið ætlar að mótmæla hugmyndum stjórnvalda um að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra. Biskupar rómversk kaþólsku kirkjunnar leiða mótmælin ásamt leiðtogum hins íhaldssama stjórnarandstöðuflokks, Fólksflokksins. 18.6.2005 00:01
Reikningar opnir vegna víruss Óprúttnir aðilar eru taldir hafa komist yfir reiknings- og leyninúmer allt að 40 milljóna kreditkortaeigenda í Bandaríkjunum, að því er talsmaður MasterCard-fyrirtækisins þar í landi greinir frá. Þetta orsakast af tölvuvírus sem lætt var inn í gagnakerfi bandarískra kreditkortafyrirtækja og þetta einskorðast því ekki við eigendur korta hjá MasterCard. 18.6.2005 00:01
Uppreisnum svarað af hörku Ríkisstjórnin í Kirgistan tilkynnti í dag að öllum tilraunum til uppreisnar í landinu yrði svarað af hörku. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að hópur fólks ruddist inn í byggingu sem stjórnin hefur aðsetur sitt í í gær. 18.6.2005 00:01
Lítill árangur af viðræðunum Lítið virðist hafa komið út úr viðræðum Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, sem fram fóru í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. Á blaðamannafundi að viðræðunum loknum sagði Rice að Ísraelar og Palestínumenn yrðu að vinna saman að farsælli lausn á brottflutningi herliðs Ísraelsmanna frá Gasa. </font /> 18.6.2005 00:01
Þróunaraðstoð í Asíu í fyrsta sinn Ísland er, í fyrsta skipti, að hefja þróunaraðstoð við land í Asíu en Íslendingar hafa tekið að sér að aðstoða við uppbyggingu sjávarútvegs í Srí Lanka. Einnig er verið að nema land í Mið-Ameríku. 18.6.2005 00:01
Tugir skæruliða felldir í Írak Bandarískir og írakskir hermenn hafa fellt tugi skæruliða og handtekið enn fleiri í stórsókn nálægt sýrlensku landamærunum í dag. 18.6.2005 00:01
Réttindum samkynhneigðra mótmælt Nokkur hundruð þúsund manns, undir forystu tuttugu rómversk-kaþólskra biskupa og íhaldssamra andspyrnuleiðtoga, fylltu miðborg Madrídar á laugardag í mótmælum gegn frumvarpi um lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra og réttar þeirra til ættleiðinga. 18.6.2005 00:01
Sögulegar súdanskar sættir Súdönsk yfirvöld skrifuðu undir sáttasamning við ein stærstu andspyrnusamtök landsins, Lýðræðisbandalagið, í gær. 18.6.2005 00:01
Blóðug átök í Belfast Tugir manna slösuðust í blóðugum átökum í Belfast á Norður-Írlandi í gærkvöldi. Óttast er að þetta sé fyrirboði um það sem koma skal í sumar. 18.6.2005 00:01
Rafsanjani efstur Enginn frambjóðendanna í írönsku forsetakosningunum fékk hreinan meirihluta og því verður að kjósa aftur á milli þeirra tveggja efstu á föstudaginn kemur. Þetta er í fyrsta sinn í íranskri stjórnmálasögu sem það gerist 18.6.2005 00:01
Erfiðir tímar hjá ESB Evrópusambandið er komið í einhverja verstu tilvistarkreppu sögu sinnar eftir að leiðtogafundur sambandsins í Brussel fór gjörsamlega út um þúfur. Hvorki náðist sátt um fjárlög sambandsins né það hvernig bjarga mætti stjórnarskrársáttmálanum. 18.6.2005 00:01
Róstur í Belfast Til átaka kom í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands, í fyrrinótt á milli kaþólikka og mótmælenda. 18 lögreglumenn meiddust í átökunum og ellefu borgarar til viðbótar. 18.6.2005 00:01
Heldur hlífiskildi yfir Mugabe Breskur þingmaður hefur gagnrýnt forseta Suður-Afríku harkalega fyrir að halda hlífiskildi yfir Robert Mugabe, forseta Simbabves. Þingmaðurinn er nýkomin úr leynilegri heimsókn til Simbabves og segir Mugabe vera í stríði við eigin þjóð. 18.6.2005 00:01
ESB: Staðfestingarferlinu frestað Staðfestingarferli stjórnarskár Evrópusambandins hefur verið slegið á frest. Hvort eða hvenær staðfestingarferli stjórnarskrár Evrópusambandsins hefst að nýju er á huldu. 17.6.2005 00:01
Sendiráðum lokað í Nígeríu Sendiráði Bandaríkjanna í Abuja, höfuðborg Nígeríu, og skrifstofu bandaríska konsúlsins í Lagos, stærstu borg landsins, var lokað í morgun af öryggisástæðum. Bretar fylgdu í kjölfarið skömmu síðar og lokuðu sendiráði sínu í Lagos af sömu ástæðu. 17.6.2005 00:01
Ráðherrann gagnrýnir Schröder Forsætisráðherra Tyrklands gagnrýndi Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, í morgun í kjölfar þess að þýska þingið harmaði meint þjóðarmorð Tyrkja á Armenum í fyrri heimsstyrjöld. 17.6.2005 00:01
Miklar deilur á leiðtogafundi ESB Það logar stafna á milli á leiðtogafundi Evrópusambandins sem hófst í Brussel í gær. Samþykkt stjórnarskrársáttmála sambandsins hefur verið slegið á frest um óákveðinn tíma og nú er hart tekist á um fjárframlög þjóðanna í sameiginlega sjóði. 17.6.2005 00:01
Fleiri sendiráð rýmd í Nígeríu Ítalir og Indverjar hafa látið rýma sendiráð sín og skrifstofubyggingar í Nígeríu líkt og Bandaríkjamenn og Bretar gerðu fyrr í morgun. Mikill viðbúnaður er í borginni Lagos eftir að óljósar fregnir bárust af því að íslömsk hryðjuverkasamtök myndu láta til skarar skríða gegn erlendum erindrekum. 17.6.2005 00:01
Sænskur dómari kaupir sér blíðu Sænskur héraðsdómari var staðinn að því að kaupa sér blíðu vændiskvenna. Athygli vekur að þetta er þriðji sænski dómarinn á þessu ári sem staðinn hefur verið að þessari iðju. 17.6.2005 00:01
Raforkukerfi Danmerkur eflt Danir leggja nýjan rafstreng undir Stórabelti fyrir rúman milljarð danskra króna. Þannig sameina þeir og efla raforkukerfi austur- og vesturhluta Danmerkur. Fyrir tveimur árum fór rafmagn af samtímis í suðurhluta Svíþjóðar og Danmörku og kom þá í ljós hve viðkvæmt rafveitunetið er. 17.6.2005 00:01
Sex látnir eftir loftárásir Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að Bandaríkjamenn gerðu loftárásir á aðsetur meintra hryðjuverkamanna í Írak í nótt. F-16 orrustuþotur flugu yfir skotmörkin, sem flest eru í og við bæinn Qaim í vesturhluta landsins, og vörpuðu fjölda mjög öflugra sprengna. 17.6.2005 00:01
Seldi dóttur sína í vændi Fjörutíu og fjögurra ára gamall karlmaður var dæmdur í níu ára fangelsi í Svíþjóð fyrir að nauðga dóttur sinni og selja hana í barnavændi á aldursbilinu fjögurra til níu ára. Fjórir menn í viðbót eru sakfelldir fyrir að beita stúlkuna kynferðislegu ofbeldi, allir yngri en faðirinn. 17.6.2005 00:01
Chirac samþykkir frestun Jacques Chirac, forseti Frakklands, sagði fyrir stundu að hann væri reiðubúinn að fresta atkvæðagreiðslu um tillögu þess efnis að Bretar fái ekki lengur afslátt af gjöldum Evrópusambandsins, gegn því að það verði til þess að breyting verði á fjárframlögum til sambandsins í heild. 17.6.2005 00:01
Sláum því á frest „Sláum því á frest“ er helsta niðurstaða leiðtogafundar Evrópusambandsþjóðanna um sameiginlega stjórnarskrá sem lýkur í Brussel í kvöld. Þá var hart deilt um frjárframlög í sameiginlega sjóði. 17.6.2005 00:01
Dómararnir sækja í vændiskonur Á einu ári hafa þrír sænskir dómarar verið staðnir að því að kaupa sér blíðu vændiskvenna sem er refsiverður verknaður í Svíþjóð. 17.6.2005 00:01
Lögin opna fyrir íslensk föðurnöfn Umdeild nafnalög voru samþykkt á danska þinginu í morgun. Lögin auðvelda útlendingum í landinu að taka upp dönsk eftirnöfn og opna fyrir íslensk föðurnöfn. 17.6.2005 00:01
Allt í hnút í ESB Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, gerði hlé á leiðtogafundi Evrópusambandsins stuttu eftir hádegi í gær. Umræður um fjárlög sambandsins fyrir tímabilið 2007 til 2013 fóru í hnút og Juncker mun hafa boðað hina leiðtogana 24 á sinn fund til þess að ræða einslega við þá áður en lengra verður haldið. 17.6.2005 00:01
Nafnalög samþykkt Danskir þingmenn samþykktu ný nafnalög sem fela meðal annars í sér að öllum skuli vera frjálst að taka upp eftirnafn sem fleiri en tvö þúsund Danir bera. 17.6.2005 00:01
Norður-Kóreumenn vilja funda Norður-kóresk stjórnvöld segjast vilja funda með bandarískum stjórnvöldum í næsta mánuði og ræða um kjarnorkuafvopnun. 17.6.2005 00:01
Íranar fjölmenntu á kjörstað Afar góð kjörsókn var í írönsku forsetakosningunum í gær. Úrslit munu liggja fyrir í dag en búist er við að kjósa þurfi aftur á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu. 17.6.2005 00:01
Danir mega nota íslensku aðferðina Á þjóðhátíðardegi Íslendinga hafa danskir þingmenn samþykkt ný nafnalög sem fela meðal annars í sér endurvakningu föðurnafna að íslenskri hefð. 17.6.2005 00:01
Héldu börnum í gíslingu Eitt barn og tveir byssumenn létu lífið þegar lögregla réðst til atlögu og yfirbugaði mannræningja í Kambódíu sem höfðu haldið tæplega þrjátíu leikskólabörnum í gíslingu í morgun. Sex menn vopnaðir byssum ruddust inn í leikskólann í morgun og tóku um fjörutíu börn í gíslingu en ellefu þeirra var sleppt fljótlega. 16.6.2005 00:01
Ekki búist við niðurstöðu á fundi Ekki er búist við að nein niðurstaða náist um fjármál Evrópusambandsins á fundi leiðtoga landa sambandsins sem haldinn verður síðar í dag. Aðallega er deilt um 400 milljarða skattaafslátt Breta sem samið var um árið 1984 á þeim forsendum að þeir fengju minna í styrki en önnur lönd. Öll lönd sambandsins, önnur en Bretar, vilja að afslátturinn verði afnuminn hið fyrsta. 16.6.2005 00:01
Herþota brotlenti í bakgarðinum Meira en þrettán hundruð manns þurftu að yfirgefa heimili sín í Arizona í Bandaríkjunum í gærkvöldi þegar herþota brotlenti í bakgarði íbúðarhúss. Flugmaðurinn slapp með lítils háttar meiðsl og ekki er vitað til þess að neinn annar hafi slasast þó að kviknað hafi í húsinu. Mikil hætta var á ferðum þar sem inni í þotunni voru fjórar 200 kílógramma sprengjur og mikið af skotfærum. 16.6.2005 00:01
Leystu upp eiturlyfjahring Lögregluyfirvöld á Ítalíu, Spáni og í Suður-Ameríku hafa leyst upp alþjóðlegan eiturlyfjahring og handtekið fjórtán menn og lagt hald á hálft tonn af kókaíni. Að sögn lögreglunnar á Ítalíu hafði hringurinn um nokkurt skeið séð um flutning eiturlyfja frá Suður-Ameríku til Evrópu. 16.6.2005 00:01
Handtók 13 al-Qaida liða Írakska lögreglan handtók í morgun þrettán menn sem grunaðir eru um aðild að samtökum al-Qaida í landinu. Lögreglan gerði áhlaup á nokkra staði í Bagdad þar sem vitað var að uppreisnarmennirnir héldu sig. 16.6.2005 00:01
Aukin framleiðsla hefur ekki áhrif Olíuverð nálgast nú 56 dollara á fatið og er greinilegt að ákvörðun OPEC-ríkjanna í gær um að auka framleiðslu hefur engin áhrif haft á verð á mörkuðum. Verðið hefur til að mynda hækkað um tvo dollara á fatið á markaði í Bandaríkjunum í þessari viku. Sérfræðingar telja engar líkur á verðlækkun þar sem það jaðrar við olíuskorti. 16.6.2005 00:01
Afboðar líklega þjóðaratkvæði Danir munu að öllum líkindum afboða þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarsáttmála Evrópusambandsins, en hún átti að fara fram 27. september næstkomandi. Heimildarmaður <em>Reuters </em>segir Anders Fogh-Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hafa miklar efasemdir um að samkomulag náist innan Evrópusambandsins um hvernig haga beri framhaldinu eftir að Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarsáttmálanum fyrir skemmstu. 16.6.2005 00:01
Eigi ekki í viðræðum við Mladic Serbnesk yfirvöld neita því með öllu að þau reyni nú að semja við fyrrverandi hershöfðinga Bosníu-Serba, Ratko Mladic, um að hann gefi sig fram við yfirvöld og verði í kjölfarið framseldur til stríðsglæpadómstólsins í Haag. 16.6.2005 00:01
Hafi vitað af vilja til samninga Ný gögn benda til þess að Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hafi vitað af vilja fyrirtækis sem sonur hans vann hjá til að fá arðbæran samning við Sameinuðu þjóðirnar vegna áætlunar um olíu fyrir mat í Írak. 16.6.2005 00:01
Engin von um að Schiavo næði sér Engin von var til þess að Terri Schiavo næði sér. Krufning leiddi þetta í ljós en ekki tókst að finna ástæðu þess að hún féll í dá fyrir fimmtán árum síðan. 16.6.2005 00:01