Erlent

Lést á krossinum

Rúmensk nunna lést eftir að hafa verið bundin við kross og skilin ein eftir í þrjá daga í köldu herbergi í nunnuklaustri. Þetta kemur fram á fréttasíðu breska ríkisútvarpsins. Prestur og fjórar nunnur hafa verið handtekin í tengslum við málið. Aðrir íbúar klaustursins halda því fram að nunnan hafi verið haldin illum anda og að krossfestingin hafi verið hluti af því að reka hann út. Samkvæmt lögreglunni hafði nunnan ekki fengið mat né drykk í þessa þrjá daga. Hún hafði verið bundin við krossinn og handklæði troðið í munn hennar til að ekkert heyrðist í henni. Samkvæmt einni fréttastofunni þjáðist konan af geðklofa, sem var ástæða þess að presturinn og nunnan héldu að hún væri haldin illum anda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×