Erlent

Hyggjast innleiða reykingabann

Breska stjórnin mun í dag greina frá því að hún hyggist setja lög um algjört reykingabann á opinberum stöðum í Bretlandi. Upphaflega var talið að staðir sem ekki seldu mat yrðu undanskildir banninu en breska blaðið Observer hefur eftir heimildarmönnum innan Verkamannaflokksins að bannið muni ná til allra opinberra staða, líka hefðbundinna öldurhúsa. Í blaðinu segir að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hafi lagt mikla áherslu á þetta mál við flokksfélaga sína í kjölfar kosninganna í Bretlandi og að hann telji það lykilatriði að ná banninu í gegn sem allra fyrst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×