Erlent

Manntjón í óveðri í Afganistan

Neyðarástand ríkir í norðausturhluta Afganistans í kjölfar óveðurs og flóða sem gengu yfir Badakhshan-hérað í síðustu viku. Talið er að 29 hafi látist í hamförunum og 40 slasast en auk þess eyðilögðust ríflega þúsund heimili. Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna greindi frá því í dag að hún myndi dreifa 88 tonnum af mat og ýmsum öðrum hjálpargögnum á svæðinu, þar á meðal teppum og tjöldum til heimilislausra. Talið er að níu þúsund manns í um 65 þorpum eigi um sárt að binda eftir óveðrið sem einnig lagði ræktarland í rúst, en Badakhshan er eitt af afskekktustu og fátækustu héruðum Afganistans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×