Erlent

Bondevik óvinsæll

Ný skoðanakönnun Aftenposten sýnir að vinsældir kristilegra demókrata, flokks forsætisráðherrans Kjell Magne Bondevik fara mjög þverrandi. 34 prósent kjósenda segjast aldrei mundu kjósa flokkinn. Aðeins Framfaraflokkur Carl Hagen er óvinsælli en ólíkt kristilegu demókrötum á hann líka fjölmarga stuðningsmenn. Carl Hagen lýsti því yfir í gær að flokkur hans væri einungis reiðubúinn til að verja ríkisstjórn borgaralegu flokkanna falli ef Bondevik færi úr stóli forsætisráðherra. Þingkosningar verða haldnar í Noregi í haust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×