Erlent

Gramur kanslaranum

Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, gagnrýnir Gerhard Schröder Þýskalandskanslara fyrir að hafa ekki afstýrt því að þýska þingið samþykkti ályktun þar sem Tyrkir eru hvattir til að rannsaka upp á nýtt ábyrgð sína á dauða rúmlega milljón Armena á árunum 1915 til 1923. Hann sagði að ályktun þýska þingsins væri bæði "röng og ljót" og þinginu til langvarandi skammar. Armenar hafa lengi sakað Tyrki um þjóðarmorð en hinir síðarnefndu jafnan neitað sök. Erdogan sagði að mönnum væri frjálst að skoða skjalasöfn Ottómana, en grunur leikur á að búið sé að grisja rækilega í þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×