Erlent

Hafa nær jafnað Qaim við jörðu

Bandarískar og írakskar hersveitir hafa nær jafnað íröksku borgina Qaim við jörðu. Aðgerðirnar, sem beinast gegn uppreisnarmönnum, hafa skelfilegar afleiðingar fyrir íbúana. Um 2000 bandarískir og íraskir hermenn taka þátt í aðgerðunum sem hafa staðið yfir frá því á föstudag. Héraðið sem er við landamæri Sýrlands er talin vera bækistöð fyrir erlenda vígamenn, þar á meðal liðsmenn al-Qaida, og þangað streymi þeir til landsins. Í aðgerðunum segjast hersveitir hafa fundið vopn, sprengiefni, flugmiða og vegabréf sem gefi til kynna að þær kenningar séu á rökum reistar. Hermenn hafa farið mikinn í aðgerðunum. Um sextíu uppreisnarmenn hafa látið lífið og hundrað þeirra hafa verið teknir höndum. Þá hefur einn Bandaríkjamaður látið lífið. En aðgerðinar snerta ekki eingöngu hermenn og uppreisnarmenn. Tugir mannvirkja eru rústir einar eftir loft -og skriðdrekaárásir hersveitanna og myndir frá spítalanum í Qaim segja sína sögu. Þá hafði borða með áletruninni „Ríkisstjórn sem ekki getur verndað þegna sína ætti ekki að vera við völd“ verið komið fyrir. Þeir sem hafa verið þess umkomnir hafa yfirgefið heimili sín og haldið til öruggari svæða enda stendur vart steinn yfir steini í borginni eftir áhlaup hersveitanna sem heimamenn segja mun harkalegri en nauðsyn hafi verið til. Muhafir Abdul-Wahab, súnníklerkur á staðnum, segir tugi húsa hafa verið jafnaða við jörðu án réttlætingar. Hernámsliðið hafi haldið áfram að drepa af handahófi og án ástæðu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×