Erlent

Skyndiflóð á Englandi

Eftir miklar rigningar hafa orðið skyndiflóð í norðurhluta Yorkshire á Englandi. Rafmagnslaust varð á svæðinu eftir óveður í nótt, vegasamgöngur lágu niðri í tveimur þorpum og mikið tjón hefur orðið á mannvirkjum. Hjálparsveitir hafa unnið hörðum höndum við að bjarga fólki úr bifreiðum, trjám og ofan af húsþökum. Líkur eru taldar á að flytja þurfi fólk af flóðasvæðinu því að spáð er áframhaldandi votviðri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×