Erlent

Bandalag Hariris sigurvegari

Kosningayfirvöld í Líbanon voru rétt í þessu að staðfesta að bandalag Saads Hariris hefði hlotið meirihluta þingsæta í þingskosningum í landinu sem lauk í gær. Bandalagið hlaut öll 28 sætin í fjórða og síðasta hluta kosninganna í gær en það er andvígt afskiptum Sýrlendinga af stjórn landsins. Saad er sonur Rafiq Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, sem var myrtur í febrúar síðastliðnum, en Sýrlendingar voru sakaðir um að standa á bak við morðið. Það leiddi m.a. til þess að 30 ára hersetu Sýrlandshers í Líbanon lauk í apríllok og í kjölfarið fóru fram kosningar sem lauk í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×