Erlent

Hermaður drepinn í fyrirsát

Ísraelskur hermaður lést og tveir særðust þegar palestínskir uppreisnarmenn sátu fyrir þeim og gerðu á þá árás nærri landamærum Egyptalands í gær. Óþekktur hópur uppreisnarmanna segist hafa náð atburðinum á myndband en ekki hefur verið staðfest að myndirnar séu ósviknar. Einn árásarmannanna lést í átökunum. Nokkrir óbreyttir borgarar voru með hermönnunum við byggingarstörf þegar árásin var gerð en engan þeirra sakaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×