Erlent

Banatilræði afstýrt

Afgönskum leyniþjónustumönnum tókst í gær að afstýra banatilræði við Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í landinu. Khalilzad ætlaði að taka formlega í notkun veg ásamt Ahmad Jalali, innanríkisráðherra Afganistan, í Qarghayi-héraði, en skömmu fyrir athöfnina handsömuðu yfirvöld þrjá Pakistana sem voru á pallbíl fullum af skotvopnum og handsprengjum. Mennirnir hafa þegar játað að hafa komið til Afganistan sérstaklega til að ráða Khalilzad af dögum. Khalilzad sem var aldrei í hættu heldur á næstu vikum til annars róstusams lands en hann hefur verið skipaður sendiherra í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×