Erlent

Handtekinn í tengslum við morðið

Lögreglan í Bretlandi hefur handtekið mann sem talinn er tengjast morðinu á óléttri þjónustustúlku sem fannst látin á heimili sínu í bænum Trowbridge um síðustu helgi. Stúlkan, sem var komin þrjá mánuði á leið, hafði bæði verið skorin á háls og stungin nokkrum sinnum víða um líkamann. Lögreglan segir manninn sem hún hefur í haldi þó ekki vera kærasta stúlkunnar sem leitað hefur verið frá því morðið var framið en hann er talinn hafa framið ódæðið. Sá grunur byggist meðal annars á því að hin myrta hafði tilkynnt lögreglunni um barsmíðar unnustans nokkrum dögum fyrir morðið, og það að hann finnst nú hvergi rennir stoðum undir þann grun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×