Erlent

Blóðugur morgunn í Írak

Að minnsta kosti 25 Írakar féllu í árásum uppreisnarmanna í nótt og í morgun. Um klukkan tvö sprakk bílsprengja utan við lögreglustöð í Bagdad og í kjölfarið upphófst skothríð. Þar létust fimm lögregluþjónar og meira en tuttugu særðust. Snemma í morgun var svo gerð sjálfsmorðsárás við ráðningarstöð írakska hersins í borginni Arbil í norðurhluta Íraks. Fjöldi manna hafði safnast saman þar fyrir utan og samkvæmt fyrstu fréttum létust tuttugu og meira en eitt hundrað voru fluttir slasaðir á sjúkrahús. Áhlaup bandaríska og írakska hersins á vígi uppreisnarmanna í héraðinu Qaim stendur enn yfir. Fjölmargar byggingar hafa verið jafnaðar við jörðu í loftárásum og eyðileggingin er mikil. Litlar fregnir hafa borist af mannfalli en þó er vitað að fjölmargir óbreyttir borgarar hafa verið fluttir mikið slasaðir á sjúkrahús.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×