„Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. ágúst 2025 07:39 Það var mikið um að vera í miðborginni í gær vegna Menningarnætur. Vísir/Viktor Freyr Menningarnótt gekk „heilt yfir“ friðsamlega fyrir sig en samt sinnti lögregla þónokkrum málum og hafði afskipti af nokkrum mönnum í annarlegu ástandi sem veittust ýmist að vegfarendum eða lögreglu. Þá var maður tilkynntur „til ama“ við félagslegt úrræði sem reyndist vera góðkunningi lögreglu og var með tvo hnífa í fórum sínum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukka 17 í gær til 5 í morgun. Sjö gistu í fangaklefa í nótt og alls voru 140 mal skráð í kerfið. Stærsta mál gærdagsins var auðvitað Menningarnótt en lögregla var mjög sýnileg í miðbænum og með mikinn mannafla. „Heilt yfir gekk menningarnótt friðsamlega og vel fyrir sig. Að flugeldasýningu lokinni voru leiðir greiðar frá miðbænum er fólk hélt heim á leið. Mikið mannlíf í miðbæ Reykjavíkur í kringum dagskrá menningarnætur og sýnileg löggæsla víðsvegar um miðbæinn í takt við það,“ segir um Menningarnótt í dagbókinni. Þjófnaður, hnífaburður og menn í annarlegu ástandi Fyrir utan það þurfti lögreglan að sinna ýmsum tilkynningum í miðborginni. Þar á meðal barst tilkynning um þjófnað á veitingastað í miðborginni en málið er í rannsókn. Lögregla hafði afskipti af manni í annarlegu ástandi sem veittist að vegfarendum með höggum fyrir utan skemmtistað. Viðkomandi var handtekinn, fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa þar til rynni af honum. Lögregla hafði afskipti af öðrum manni sem var í annarlegu ástandi „að angra vegfarendur með köllum og öskrum“. Þegar lögregla hafði afskipti af manninum brást hann illa við og var með ógnandi tilburði í garð lögreglu. Hann var því handtekinn, fluttur á lögreglustöð sökum ástands og vistaður í fangaklefa. Gestir Tónaflóðs á Arnarhóli.Vísir/Viktor Freyr Einnig þurfti lögregla að hafa afskipti af ungmenni í annarlegu ástandi í strætóskýli sem brást illa við afskiptum lögreglu og veittist að lögregluþjónum „með höggum og hrákum“. Viðkomandi var fluttur á lögreglustöð þar sem málið var afgreitt með aðkomu forráðamanna. Þá barst lögreglu tilkynning um mann sem var til ama við félagslegt úrræði og reyndist góðkunningi lögreglu þegar hana bara að garði. Við öryggisleit á manninum fundust tveir hnífar í fórum hans svo hann var fluttur á lögreglustöð og tekin skýrsla af honum vegna vopnalagabrots. Vísir greindi frá því í gærkvöldi að járnröri hefði verið fleygt inn um rúðu Þjóðleikhússins með tilheyrandi glerbrotsregni. Samkvæmt dagbókinni er málið í rannsókn. Maður sem var sofandi í framsæti bifreiðar reyndist hafa mikið magn af meintum vímuefnum og fjármunum í fórum sínum svo hann var vistaður í fangaklefa fyrir rannsókn málsins. Umferðarslys, rásandi bíll og dularfull eldstilkynning Lögreglu barst tilkynning um umferðarslys þar sem bíll endaði utan vegar. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild vegna minniháttar eymsla en dráttarbíll kallaður til sem flutti bílinn. Þá barst lögreglu tilkynning um rásandi bíl. Lögregla stöðvaði bílinn og reyndist ökumaðurinn vera ölvað ungmenni akandi án réttinda. Málið var leyst með aðkomu forráðamanna og viðkomandi var laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni . Í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, var tilkynnt um líkamsárás en reyndist ekki ljóst hverjir væru gerendur í máli. Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka og er málið í rannsókn. Loks var tilkynnt um eld í bíl við matvöruverslun en þegar lögregla kom á vettvang var engan bíl að sjá sem passaði við lýsinguna. Menningarnótt Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukka 17 í gær til 5 í morgun. Sjö gistu í fangaklefa í nótt og alls voru 140 mal skráð í kerfið. Stærsta mál gærdagsins var auðvitað Menningarnótt en lögregla var mjög sýnileg í miðbænum og með mikinn mannafla. „Heilt yfir gekk menningarnótt friðsamlega og vel fyrir sig. Að flugeldasýningu lokinni voru leiðir greiðar frá miðbænum er fólk hélt heim á leið. Mikið mannlíf í miðbæ Reykjavíkur í kringum dagskrá menningarnætur og sýnileg löggæsla víðsvegar um miðbæinn í takt við það,“ segir um Menningarnótt í dagbókinni. Þjófnaður, hnífaburður og menn í annarlegu ástandi Fyrir utan það þurfti lögreglan að sinna ýmsum tilkynningum í miðborginni. Þar á meðal barst tilkynning um þjófnað á veitingastað í miðborginni en málið er í rannsókn. Lögregla hafði afskipti af manni í annarlegu ástandi sem veittist að vegfarendum með höggum fyrir utan skemmtistað. Viðkomandi var handtekinn, fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa þar til rynni af honum. Lögregla hafði afskipti af öðrum manni sem var í annarlegu ástandi „að angra vegfarendur með köllum og öskrum“. Þegar lögregla hafði afskipti af manninum brást hann illa við og var með ógnandi tilburði í garð lögreglu. Hann var því handtekinn, fluttur á lögreglustöð sökum ástands og vistaður í fangaklefa. Gestir Tónaflóðs á Arnarhóli.Vísir/Viktor Freyr Einnig þurfti lögregla að hafa afskipti af ungmenni í annarlegu ástandi í strætóskýli sem brást illa við afskiptum lögreglu og veittist að lögregluþjónum „með höggum og hrákum“. Viðkomandi var fluttur á lögreglustöð þar sem málið var afgreitt með aðkomu forráðamanna. Þá barst lögreglu tilkynning um mann sem var til ama við félagslegt úrræði og reyndist góðkunningi lögreglu þegar hana bara að garði. Við öryggisleit á manninum fundust tveir hnífar í fórum hans svo hann var fluttur á lögreglustöð og tekin skýrsla af honum vegna vopnalagabrots. Vísir greindi frá því í gærkvöldi að járnröri hefði verið fleygt inn um rúðu Þjóðleikhússins með tilheyrandi glerbrotsregni. Samkvæmt dagbókinni er málið í rannsókn. Maður sem var sofandi í framsæti bifreiðar reyndist hafa mikið magn af meintum vímuefnum og fjármunum í fórum sínum svo hann var vistaður í fangaklefa fyrir rannsókn málsins. Umferðarslys, rásandi bíll og dularfull eldstilkynning Lögreglu barst tilkynning um umferðarslys þar sem bíll endaði utan vegar. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild vegna minniháttar eymsla en dráttarbíll kallaður til sem flutti bílinn. Þá barst lögreglu tilkynning um rásandi bíl. Lögregla stöðvaði bílinn og reyndist ökumaðurinn vera ölvað ungmenni akandi án réttinda. Málið var leyst með aðkomu forráðamanna og viðkomandi var laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni . Í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, var tilkynnt um líkamsárás en reyndist ekki ljóst hverjir væru gerendur í máli. Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka og er málið í rannsókn. Loks var tilkynnt um eld í bíl við matvöruverslun en þegar lögregla kom á vettvang var engan bíl að sjá sem passaði við lýsinguna.
Menningarnótt Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira