„Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. ágúst 2025 07:39 Það var mikið um að vera í miðborginni í gær vegna Menningarnætur. Vísir/Viktor Freyr Menningarnótt gekk „heilt yfir“ friðsamlega fyrir sig en samt sinnti lögregla þónokkrum málum og hafði afskipti af nokkrum mönnum í annarlegu ástandi sem veittust ýmist að vegfarendum eða lögreglu. Þá var maður tilkynntur „til ama“ við félagslegt úrræði sem reyndist vera góðkunningi lögreglu og var með tvo hnífa í fórum sínum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukka 17 í gær til 5 í morgun. Sjö gistu í fangaklefa í nótt og alls voru 140 mal skráð í kerfið. Stærsta mál gærdagsins var auðvitað Menningarnótt en lögregla var mjög sýnileg í miðbænum og með mikinn mannafla. „Heilt yfir gekk menningarnótt friðsamlega og vel fyrir sig. Að flugeldasýningu lokinni voru leiðir greiðar frá miðbænum er fólk hélt heim á leið. Mikið mannlíf í miðbæ Reykjavíkur í kringum dagskrá menningarnætur og sýnileg löggæsla víðsvegar um miðbæinn í takt við það,“ segir um Menningarnótt í dagbókinni. Þjófnaður, hnífaburður og menn í annarlegu ástandi Fyrir utan það þurfti lögreglan að sinna ýmsum tilkynningum í miðborginni. Þar á meðal barst tilkynning um þjófnað á veitingastað í miðborginni en málið er í rannsókn. Lögregla hafði afskipti af manni í annarlegu ástandi sem veittist að vegfarendum með höggum fyrir utan skemmtistað. Viðkomandi var handtekinn, fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa þar til rynni af honum. Lögregla hafði afskipti af öðrum manni sem var í annarlegu ástandi „að angra vegfarendur með köllum og öskrum“. Þegar lögregla hafði afskipti af manninum brást hann illa við og var með ógnandi tilburði í garð lögreglu. Hann var því handtekinn, fluttur á lögreglustöð sökum ástands og vistaður í fangaklefa. Gestir Tónaflóðs á Arnarhóli.Vísir/Viktor Freyr Einnig þurfti lögregla að hafa afskipti af ungmenni í annarlegu ástandi í strætóskýli sem brást illa við afskiptum lögreglu og veittist að lögregluþjónum „með höggum og hrákum“. Viðkomandi var fluttur á lögreglustöð þar sem málið var afgreitt með aðkomu forráðamanna. Þá barst lögreglu tilkynning um mann sem var til ama við félagslegt úrræði og reyndist góðkunningi lögreglu þegar hana bara að garði. Við öryggisleit á manninum fundust tveir hnífar í fórum hans svo hann var fluttur á lögreglustöð og tekin skýrsla af honum vegna vopnalagabrots. Vísir greindi frá því í gærkvöldi að járnröri hefði verið fleygt inn um rúðu Þjóðleikhússins með tilheyrandi glerbrotsregni. Samkvæmt dagbókinni er málið í rannsókn. Maður sem var sofandi í framsæti bifreiðar reyndist hafa mikið magn af meintum vímuefnum og fjármunum í fórum sínum svo hann var vistaður í fangaklefa fyrir rannsókn málsins. Umferðarslys, rásandi bíll og dularfull eldstilkynning Lögreglu barst tilkynning um umferðarslys þar sem bíll endaði utan vegar. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild vegna minniháttar eymsla en dráttarbíll kallaður til sem flutti bílinn. Þá barst lögreglu tilkynning um rásandi bíl. Lögregla stöðvaði bílinn og reyndist ökumaðurinn vera ölvað ungmenni akandi án réttinda. Málið var leyst með aðkomu forráðamanna og viðkomandi var laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni . Í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, var tilkynnt um líkamsárás en reyndist ekki ljóst hverjir væru gerendur í máli. Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka og er málið í rannsókn. Loks var tilkynnt um eld í bíl við matvöruverslun en þegar lögregla kom á vettvang var engan bíl að sjá sem passaði við lýsinguna. Menningarnótt Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukka 17 í gær til 5 í morgun. Sjö gistu í fangaklefa í nótt og alls voru 140 mal skráð í kerfið. Stærsta mál gærdagsins var auðvitað Menningarnótt en lögregla var mjög sýnileg í miðbænum og með mikinn mannafla. „Heilt yfir gekk menningarnótt friðsamlega og vel fyrir sig. Að flugeldasýningu lokinni voru leiðir greiðar frá miðbænum er fólk hélt heim á leið. Mikið mannlíf í miðbæ Reykjavíkur í kringum dagskrá menningarnætur og sýnileg löggæsla víðsvegar um miðbæinn í takt við það,“ segir um Menningarnótt í dagbókinni. Þjófnaður, hnífaburður og menn í annarlegu ástandi Fyrir utan það þurfti lögreglan að sinna ýmsum tilkynningum í miðborginni. Þar á meðal barst tilkynning um þjófnað á veitingastað í miðborginni en málið er í rannsókn. Lögregla hafði afskipti af manni í annarlegu ástandi sem veittist að vegfarendum með höggum fyrir utan skemmtistað. Viðkomandi var handtekinn, fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa þar til rynni af honum. Lögregla hafði afskipti af öðrum manni sem var í annarlegu ástandi „að angra vegfarendur með köllum og öskrum“. Þegar lögregla hafði afskipti af manninum brást hann illa við og var með ógnandi tilburði í garð lögreglu. Hann var því handtekinn, fluttur á lögreglustöð sökum ástands og vistaður í fangaklefa. Gestir Tónaflóðs á Arnarhóli.Vísir/Viktor Freyr Einnig þurfti lögregla að hafa afskipti af ungmenni í annarlegu ástandi í strætóskýli sem brást illa við afskiptum lögreglu og veittist að lögregluþjónum „með höggum og hrákum“. Viðkomandi var fluttur á lögreglustöð þar sem málið var afgreitt með aðkomu forráðamanna. Þá barst lögreglu tilkynning um mann sem var til ama við félagslegt úrræði og reyndist góðkunningi lögreglu þegar hana bara að garði. Við öryggisleit á manninum fundust tveir hnífar í fórum hans svo hann var fluttur á lögreglustöð og tekin skýrsla af honum vegna vopnalagabrots. Vísir greindi frá því í gærkvöldi að járnröri hefði verið fleygt inn um rúðu Þjóðleikhússins með tilheyrandi glerbrotsregni. Samkvæmt dagbókinni er málið í rannsókn. Maður sem var sofandi í framsæti bifreiðar reyndist hafa mikið magn af meintum vímuefnum og fjármunum í fórum sínum svo hann var vistaður í fangaklefa fyrir rannsókn málsins. Umferðarslys, rásandi bíll og dularfull eldstilkynning Lögreglu barst tilkynning um umferðarslys þar sem bíll endaði utan vegar. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild vegna minniháttar eymsla en dráttarbíll kallaður til sem flutti bílinn. Þá barst lögreglu tilkynning um rásandi bíl. Lögregla stöðvaði bílinn og reyndist ökumaðurinn vera ölvað ungmenni akandi án réttinda. Málið var leyst með aðkomu forráðamanna og viðkomandi var laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni . Í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, var tilkynnt um líkamsárás en reyndist ekki ljóst hverjir væru gerendur í máli. Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka og er málið í rannsókn. Loks var tilkynnt um eld í bíl við matvöruverslun en þegar lögregla kom á vettvang var engan bíl að sjá sem passaði við lýsinguna.
Menningarnótt Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum