Erlent

Lúxemborgarar kjósa

Þrátt fyrir óvissuna sem ríkir um þessar mundir í Evrópusambandinu ætla Lúxemborgarar að halda sínu striki og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrársáttmála ESB 10. júlí næstkomandi. Allmörg ESB-ríki hafa ákveðið að fresta staðfestingu sáttmálans en Lúxemborgarar og Pólverjar ætla engu síður að halda þjóðaratkvæðagreiðslur. Skoðanakannanir sýna að andstæðingum sáttmálans hefur heldur vaxið fiskur um hrygg. Jean-Claude Juncker forsætisráðherra hefur þegar lýst því yfir að hann muni segja af sér hafni landsmenn sáttmálanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×