Erlent

Endurtelja hluta atkvæða í Íran

MYND/AP
Kjörstjórn í Íran hefur fyrirskipað að hluti atkvæða í forsetakosningunum í landinu á föstudag verði endurtalinn vegna ásakana umbótasinna um kosningasvik. Harðlínumaðurinn Mahmoud Ahmadinejad, borgarstjóri í Teheran, varð nokkuð óvænt í öðru sæti í kosningunum á eftir Akbar Rafsanjani, fyrrverandi forseta landsins, og verður að öllu óbreyttu kosið á milli þeirra í annarri umferð kosninganna á föstudaginn kemur. Aðeins tvær milljónir atkvæða skildu að Rafsanjani og umbótasinnann Mostafa Moin, sem varð í fimmta sæti í kosningunum, en Moin telur að átt hafi verið við kjörseðla harðlínumanninum Ahmadinejad í hag. Hluti atkvæðaseðla í höfuðborginni Teheran auk seðla í þremur öðrum borgum verður talinn og er niðurstöðu endurtalningar að vænta síðar í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×