Erlent

Sagðir ætla myrða sendiherra

Yfirvöld í Afganistan greindu frá því í dag að þau hefðu handtekið þrjá menn sem grunaðir eru um að hafa skipulagt tilræði við Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í landinu. Mennirnir eru allir Pakistanar og sagði tengjast íslömskum andspyrnuhópi, en þeir voru handteknir í Laghman-héraði í Austur-Afganistan daginn áður en sendiherrann kom þangað í heimsókn. Við handtökuna var lagt hald á vopn, bæði riffla og sprengjur, og segja yfirvöld að þremenningarnir hafi játað að hafa ætlað að myrða Khalilzad. Sendiherrann hefur að undanförnu gagnrýnt pakistönsk stjórnvöld fyrir að ganga ekki nógu hart fram gegn hryðjuverkamönnum og í viðtali í afgönsku sjónvarpi á föstudag ýjaði hann að því að bæði Osama bin Laden og Mullah Mohammed Omar, leiðtogi talibana, væru í Pakistan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×