Erlent

Olíuverð hækkar enn

Heimsmarkaðsverð á olíu hélt áfram að stíga í gær og fór fatið hæst upp í tæpa sextíu dali. Ólíkt hækkununum á síðasta ári, sem helguðust einkum af ótraustu stjórnmálaástandi í olíuframleiðsluríkjunum, stafa hækkanirnar nú af því að framleiðslugeta olíuhreinsunarstöðva er í hámarki. Á sama tíma vex spurnin eftir eldsneyti hröðum skrefum, til dæmis vegna þess að ferðamannatíminn er í hámarki. Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, hafa þegar hækkað framleiðsluþak sitt um 500.000 föt á dag en sú aðgerð náði ekki að slá á verðhækkanirnar. Formælandi OPEC útilokaði ekki frekari framleiðsluaukningu í samtali við fréttamenn í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×