Erlent

36 ár að greiða fyrir veitingar

Skuld kínverskra sveitarstjórnarmanna við veitingastað í Shaanxi-héraði er svo há að það tekur fjárvana sveitarfélagið 36 ár að greiða hana niður. Í Beijing Evening News kemur fram að síðustu fjögur ár hafi ráðamennirnir látið skrifa hjá sér veigar fyrir um eina og hálfa milljón íslenskra króna. Bæjarstjórnin hefur einungis heimild til að greiða brotabrot af skuldinni ár hvert og veitingastaðurinn er því gjaldþrota.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×