Erlent

Bandarísk þota nauðlenti í Íran

Bandarísk farþegaþota nauðlenti í Íran í dag vegna bilunar í farangursrými. Bandarískar flugvélar lenda ekki í Íran vegna viðskiptabanns Sameinuðu þjóðanna en þegar bilun varð í DC-10 þotu frá Northwest Airlines, á leið frá Indlandi til Hollands, bað flugstjórinn um heimild til þess að nauðlenda í Tehran. Það leyfi var þegar veitt. 255 farþegar voru um borð, auk áhafnarinnar. Eftir nokkurra klukkustunda viðdvöl meðan gert var við bilunina fór vélin í loftið á nýjan leik og hélt áfram til Amsterdam.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×