Erlent

Hrópað að kvenráðherra

Fyrsti kvenráðherra Kúvæta sór embættiseið sinn í gær. Hróp voru gerð að henni á meðan athöfninni stóð. Rúmur mánuður er síðan kúvæskar konur fengu kosningarétt og öðrum áfanga í jafnréttisbaráttu þeirra var náð í gær þegar Massouma al-Mubarak settist í stól ráðherra stjórnsýslumála. Strangtrúaðir múslimar gerðu hróp að al-Mubarak þegar hún sór embættiseiðinn. Þeir telja hana ekki kjörgenga þar sem hún var ekki skráður kjósandi í ársbyrjun eins og lög kveða á um. Þá höfðu lög um kjörgengi kvenna hins vegar ekki verið samþykkt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×