Erlent

Zuma ákærður fyrir spillingu

MYND/AP
Ríkissaksóknari Suður-Afríku greindi frá því í dag að Jacob Zuma, fyrrverandi varaforseti Suður-Afríku, yrði ákærður fyrir spillingu. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar þess að fjármálaráðgjafi Zuma var dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir að hafa haft millgöngu um mútur fyrir varaforsetann frá frönskum vopnaframleiðanda. Þá á fjármálaráðgjafinn að hafa greitt Zuma fyrir að beita pólitískum áhrifum sínum til þess að auka völd fjármálaráðgjafans í viðskiptalífi Suður-Afríku. Zuma, sem hefur verið vinsæll stjórnmálamaður og talinn líklegur arftaki Thabos Mbekis forseta, var vikið úr embætti varaforseta í síðustu viku vegna dómsins en Zuma neitar öllum ásökunum og segist fórnarlamb pólitísks samsæris.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×