Erlent

Tuttugu létust í átökum

Allt að 20 uppreisnarmenn létu lífið í suðurhluta Afganistan í gær, þegar herþotur og þyrlur Bandaríkjamanna hófu skothríð á hóp af mönnum sem grunur lék á að væru uppreisnarmenn. Í tilkynningu frá bandaríska hernum kemur fram að átökin hafi átt sér stað eftir að uppreisnarmönnunum tókst að króa hermenn af. Þrír aðrir létu lífið í átökum í Afganistan í gær. Síðan í mars hafa um 260 uppreisnarmenn farist, 29 bandarískir hermenn, tæplega 40 afganskir lögreglu- og hermenn og rúmlega hundrað borgarar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×