Erlent

Segjast vita hvar bin Laden er

MYND/Reuters
Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir að nokkurn veginn sé vitað hvar Osama bin Laden haldi sig en ekki verði látið til skarar skríða gegn honum strax. Þetta kemur fram í tímaritinu Time. Þar segir Porter Goss, yfirmaður CIA, að sökum ákveðinna veikleika, sem enn séu fyrir hendi í sameiginlegri baráttu gegn hryðjuverkum, þurfi að bíða með að ráðast til atlögu gegn bin Laden. Goss vill ekkert gefa uppi um hvar bin Laden haldi sig en segir þó að þess verði ekki langt að bíða að hann verði handsamaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×