Erlent

Morðvopn fundið

Ísöxin sem flugumaður Stalíns notaði til að ráða Leon Trotskí af dögum í Mexíkó árið 1940 er hugsanlega komin í leitirnar af því segir á fréttavef BBC. Kona að nafni Ana Alicia Salas, barnabarn lögreglumanns sem rannsakaði morðið á Trotskí á sínum tíma, segist hafa öxina undir höndum. Hún sé enn ötuð blóði, 65 árum eftir tilræðið. Barnabarn Trotskís segir að ef Salas sé að sækjast eftir skyndigróða vilji hann ekki hafa neitt við hana að sælda. Hann muni hins vegar gefa blóðsýni til samanburðar ef hún gefur öxina safni sem var sett á laggirnar í húsinu þar sem Trotskí var myrtur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×