Erlent

Vargöldin heldur áfram

Þrátt fyrir hertar aðgerðir bandarískra og íraskra hermanna gegn uppreisnarmönnum síðustu daga héldu þeir síðarnefndu uppteknum hætti í gær. Þá féllu í það minnsta 28 manns í árásum víða um landið. Mest var mannfallið í borginni Irbil í Kúrdistan en þar gekk sjálfsmorðsprengjumaður, dulbúinn sem lögregluþjónn, inn í hóp lögreglumanna sem biðu dagskipunarinnar. Fimmtán biðu bana í sprengingunni og yfir hundrað særðust. Þvert á vonir manna hefur ástandið í Írak versnað eftir að þjóðkjörin ríkisstjórn tók þar við völdum 28. apríl. Síðan þá hafa 1.180 manns fallið í tilræðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×