Fleiri fréttir

Saving Iceland mótmæla í Hvalfirði

Rétt í þessu lokuðu 20 manns frá Saving Iceland hreyfingunni, umferð til og frá álveri Norðuráls/Century og járnblendiverksmiðju Elkem í Hvalfirði. Fólkið hefur læst sig saman í gegnum rör og þannig skapað mennskan vegartálma.

Enn óvissa með áfangaheimili

Stella Víðisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir að beðið sé eftir að málefni fyrirhugaðs áfangaheimilis í Hólavaði skýrist og því sé enn óvissa um hvort og hvenær starfsemi þess hefjist.

Forsætisráðuneytið óþarflega veikt

Árna Páli Árnasyni þingmanni Samfylkingar líst vel á að forsætisráðherra hafi ráðið sér ráðgjafa í efnahagsmálum. Árni telur að þannig megi styrkja almenna efnahagsráðgjöf hjá forsætisráðuneytinu. Geir Haarde forsætisráðherra réð á föstudaginn Tryggva Þór Herbertsson sem ráðgafa í efnahagsmálum til 6 mánaða.

Ráðist gegn rúðum á Akranesi

Mikið hefur verið um að rúður hafi verið brotnar að undanförnuá Akranesi. Lögregla hefur fengið 6 slík mál inn á sitt borð á undanförnum tveimur vikum.

Ráðist á netkerfi Símans

Árás var gerð á Internetkerfi Símans í morgun. Að sögn Péturs Óskarssonar, talsmanns Símans, er talið að árásin hafi verið gerð erlendis frá. Truflunin stóð stutt yfir.

Skemmdarvargar ráðast að Vodafone - myndband

Öryggismyndavél við skiltagerðina Ferró á Langholtsvegi náði í síðustu viku myndum af skemmdarvörgum sem rifu niður skilti á húsinu. Piltur og stúlka virðast koma út úr strætisvagni og ganga rakleiðis að skiltinu, sem er úr nýrri herferð Vodafone, og hefjast handa við að rífa það niður. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone segist eiga bágt með að trúa að þarna séu samkeppnisaðilarnir að verki.

Vilja að Alþingi komi saman á næstu dögum

Vinstri grænir fara fram á að Alþingi komi saman eftir verslunarmannahelgi til að fjalla um stöðu og horfur í efnahags- og atvinnumálum og hvað vænlegast er að gera til að verja þjóðarbúið frekari áföllum.

Metaðsókn í skiptinemadvöl á Íslandi

Metaðsókn er í skiptinemadvöl á Íslandi í ár á vegum alþjóðlegu skiptinemasamtakanna AFS. Þeim bráðvantar fjölskyldur fyrir hina nýju skiptinema og frömdu sjálfboðaliðar á vegum samtakanna gjörning á Austurvelli á laugardaginn til þess að vekja athygli á þörfinni.

Ekki vitað um skemmdir á Garpi

„Hann fór þarna upp á sker og var farinn að halla mjög mikið, þetta leit því frekar illa út á tímabili,“ segir Ásgeir Valdimarsson framkvæmdarstjóri Sægarps ehf sem er eigandi Garps SH, 12 tonna stálbáts frá Grundarfirði. Í gærkvöldi strandaði báturinn á Flikruskeri rétt suðvestur af Reykhólum. Þrír menn voru um borð en þá sakaði ekki.

Boðsundsveitin fer ekki yfir Ermarsund

Boðsundsveit landsliðsins í sjósundi syndir ekki yfir Ermarsundið. Boðsundsveitin stefndi að því að synda yfir Ermarsundið um helgina en komst ekki af stað vegna þess hve veður var slæmt og sjólag vont.

Færri fara til útlanda í frí

Farþegafjöldi Úrvals Útsýnar hefur dregist saman um 8 prósent á milli ára en Þorsteinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, bendir á að seinasta ár hafi verið metár hvað farþegafjölda varðar. Sala á haustferðum er hafinn og hefur sala á ferðum yfir hátíðirnar verið góð. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni fyrr í morgun.

Bátur með þremur strandaði í Breiðafirði

Þrír sjómenn um borð í skelfiskbátnum Garpi SH, komust í hann krappann þegar báturinn strandaði á skeri í Breiðafirði, suðvestur af Reykhólum, á tíunda tímanum í gærkvöldi.

Ölvaður og dópaður ökumaður í vandræðum í Kömbunum

Ölvaður ökumaður, sem er líka grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna, ók bíl sínum utan í vegrið á öfugum vegarhelmingi, þegar hann var á leið niður Kamba á Suðurlandsvegi á níunda tímanum í gærkvöldi.

Borgaryfirvöld heimila að stórt hótel rísi í Kvosinni

Umtalsvert niðurrif og tvöföldun á byggingarmagni er meðal breytinga á deiliskipulagi Kvosarinnar sem borgarráð samþykkti á fundi sínum fyrir helgi. Er gert ráð fyrir byggingu rúmlega 7.300 fermetra hótels og bankaútibús í nýbyggingu á sameinaðri lóð Lækjargötu 12 og Vonarstrætis 4 og 4b.

Vill fá hvolp með lifrarbólgu bættan

Kamela Rún Sigurðardóttir segir undarlegt að hún þurfi næsta árið að greiða raðgreiðslur af hvolpi sem drapst fimm dögum eftir að hún fékk hann í hendur. Neytendasamtökin vilja fá að kanna réttindi hennar gagnvart seljanda.

Vodafonehjólin tekin úr umferð

Vodafone hjólin sem dreift hafði verið til sveitarfélaga á landsbyggðinni hafa verið tekin úr umferð. Upplýsingafulltrúi Vodafone segir hjólin ekki hafa staðist þær gæðakröfur sem gerðar voru til þeirra

Valgerður hefur áhyggur af tengslum Tryggva

Valgerður Sverrisdóttir lýsir yfir áhyggjum af ráðningu Tryggva Þórs Herbertssonar sem sérstaks efnahagsráðgjafa forsætisráðherra. Það eru fyrst og fremst tengslin við Sjálfstæðisflokkinn og afstaða hans gegn Evrópusambandinu sem veldur henni áhyggjum.

Eldur í íbúðarhúsi í Stokkseyrarhrepp

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað út laus eftir klukkan 14:00 eftir að tilkynning barst til Neyðarlínunnar um að eldur væri laus í íbúðarhúsinu að Holti sem er í Stokkseyrarhrepp.

Á batavegi eftir bílveltu

Einn þeirra sem lenti í bílveltu í Blágskógabyggð, skammt frá Geysi, í nótt er enn á Slysadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss.

Kínverjar leggja bílaflotanum

Kínverjar hafa fyrirskipað að helmingi bílaflotans í Peking verði lagt fram að Ólympíuleikunum sem hefjast eftir mánuð. Talið er að um þrjár milljónir bíla séu í borginni og mengun er mikil.

Obama hittir Karzai

Barack Obama, forsetaframbjóðandi demókrata, hitti Hamid Karzai forseta Afganistan á öðrum degi heimsóknar sinnar til landsins í dag.

Bílvelta í Bláskógabyggð

Bifreið valt við bæinn Múla í Bláskógabyggð skammt frá Geysi klukkan fjögur í nótt. Þrjú ungmenni undir tvítugu voru í bílnum og voru þau öll flutt töluvert slösuð til aðhlynningar á Landspítalanum í Fossvogi.

Lögregla telur að hvítabirnirnir á Ströndum séu missýn

Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarskipið Gunnar Friðriksson frá Ísafirði voru kölluð út eftir að hópur ferðamanna taldi sig hafa séð tvo ísbirni á ferð skammt frá Hvannadalsvatni, milli Hornvíkur og Hælavíkur á ströndum, um klukkan níu í gærkvöldi.

Farandsali handtekinn

Lögreglan á Vestfjörðum handtók síðast liðið þriðjudagskvöld farandsölumann á Ísafirði sem hafði verið á ferð í byggðarlögum á norðanverðum Vestfjörðum og líklega víðar um land.

Leita ísbjarna á Vestfjörðum

Þyrla Landhelgisgæslunnar og lögreglan á Vestfjörðum leita nú ísbjarna á Hornströndum. Ferðafólk taldi sig hafa séð tvo ísbirni í Skálakambi nálægt Hælavík fyrr í kvöld.

Geirsgata og Mýrargata sameinaðar í einn stokk

Geirsgata og Mýrargata verða sameinaðar í einn stokk sem fer niður frá Sjávarúvegshúsinu á Sæbraut og kemur upp í Ánanaustum. Með þessu á að draga úr bílaumferð ofanjarðar.

Færri aka í gegnum Hvalfjarðargöngin

Færri aka í gegnum Hvalfjarðargöngin en á sama tíma í fyrra. Ástæðuna má rekja til hækkandi bensínverðs og samdráttar í efnahagslífinu.

Kajakræðari lenti í hrakningum

Skipverjar á ferðamannabátnum Víkingi björguðu kajakræðara sem lenti í hrakningum skammt frá Faxasundi við Heimaey seinni partinn í dag.

Einn handtekinn í Helguvík

Einn aðgerðarsinni var handtekinn um það leyti sem aðgerðum var að ljúka í Helguvík í dag.

Veltu á Kili

Tveir erlendir ferðalangar sluppu með skrekkinn þegar bíll þeirra valt á Kjalvegi um klukkan tvö í dag. Bílveltan varð við Bláfellsháls á Kili.

Hætta aðgerðum klukkan 15

Að sögn Snorra Páls Jónssonar, talsmanns aðgerðarsinna sem stöðvuðu vinnu í Helguvík í morgun, er áætlað að láta af aðgerðum klukkan 15 í dag.

Verktakar flýja mótmælendur

Lögreglumaður sem stýrir aðgerðum lögreglu í Helguvík, þar sem 40 manns á vegum Saving Iceland stöðvuðu vinnu í morgun, segir að reynt verði að ræða við mótmælendur og fá þá til þess að yfirgefa svæðið með friðsömum hætti.

40 manns stöðva vinnu í Helguvík

Rétt fyrir klukkan 10 í morgun stöðvuðu um 40 einstaklingar frá meira en tíu löndum, vinnu á fyrirhugaðri álverslóð Norðuráls/Century Aluminum í Helguvík.

Ók út af undir áhrifum lyfja

Karlmaður á miðjum aldri slapp ómeiddur þegar hann ók bíl sínum út af Vaðnesvegi rétt fyrir miðnætti. Lögreglan á Selfossi var kölluð á staðinn en maðurinn er grunaður um að hafa ekið bæði undir áhrifum áfengis og lyfja. Hann sakaði ekki og var fluttur í fangageymslur á Selfossi til að sofa úr sér. Þar bíður hann yfirheyrslu. Lögreglan á Selfossi tók tvo til viðbótar í nótt sem grunaðir eru um ölvunarakstur.

Sjá næstu 50 fréttir