Innlent

Ráðist á netkerfi Símans

Pétur Óskarsson, talsmaður Símans.
Pétur Óskarsson, talsmaður Símans.

Árás var gerð á Internetkerfi Símans í morgun. Að sögn Péturs Óskarssonar, talsmanns Símans, er talið að árásin hafi verið gerð erlendis frá. Truflunin stóð stutt yfir.

„Notendur upplifðu hægagang og áttu erfitt með að vafra um á erlendum síðum," segir Pétur. Hann segir að samband sé komið á og sé með eðlilegum hætti. Pétur segir að ekki sé vitað hverjir hafi verið að verki og útilokað að segja til um ástæður verknaðarins. Hann segir það ekkert einsdæmi að ráðist sé á netkefið en notendur finni sjaldnast fyrir því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×