Innlent

Hætta aðgerðum klukkan 15

Að sögn Snorra Páls Jónssonar, talsmanns aðgerðarsinna sem stöðvuðu vinnu í Helguvík í morgun, er áætlað að láta af aðgerðum klukkan 15 í dag.

Lögreglumenn eru á svæðinu og hafa þeir tekið niður nöfn þeirra sem hafa hlekkjað sig við vinnuvélar á svæðinu.

Verktakar sem áttu að vera við vinnu í dag fóru í morgun vegna aðgerðanna.






Tengdar fréttir

Verktakar flýja mótmælendur

Lögreglumaður sem stýrir aðgerðum lögreglu í Helguvík, þar sem 40 manns á vegum Saving Iceland stöðvuðu vinnu í morgun, segir að reynt verði að ræða við mótmælendur og fá þá til þess að yfirgefa svæðið með friðsömum hætti.

40 manns stöðva vinnu í Helguvík

Rétt fyrir klukkan 10 í morgun stöðvuðu um 40 einstaklingar frá meira en tíu löndum, vinnu á fyrirhugaðri álverslóð Norðuráls/Century Aluminum í Helguvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×