Innlent

Ungur drengur varð fyrir bíl á Akureyri

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Alvarlegt umferðarslys varð á bílastæðinu við Bónus á Akureyri rétt eftir klukkan eitt í dag. Að sögn lögreglunnar á Akureyri varð fimm ára drengur fyrir bíl þegar að hann hljóp á bílastæðinu á milli tveggja bíla og út á aksturslínuna. Varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri sagði í samtali við Vísi að samkvæmt sínum heimildum væri drengurinn töluvert mikið slasaður og hafði hann verið fluttur með sjúkrabíl á slysadeild.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×