Innlent

Boðsundsveitin fer ekki yfir Ermarsund

Boðsundsveitin fer ekki yfir Ermarsundið að sinni.
Boðsundsveitin fer ekki yfir Ermarsundið að sinni.
Boðsundsveit landsliðsins í sjósundi syndir ekki yfir Ermarsundið. Boðsundsveitin stefndi að því að synda yfir Ermarsundið um helgina en komst ekki af stað vegna þess hve veður var slæmt og sjólag vont.

Í tilkynningu frá boðsundsveitinni segir að hún hafi upprunalega átt að synda daginn eftir að Benedikt Hjartarson lauk sínu sundi. Hún hafi farið á fylgdarbát út á Ermarsundið þann dag til að kanna aðstæður en aldrei komist af stað vegna þess að gírkassinn um borð í bátnum hafi bilað og því hafi þurft að draga bátinn til hafnar. Bræla hafi verið á Ermarsundi síðan.

„Þessi orrusta er töpuð en stríðið er ekki búið. Við töpuðum henni vegna þess að við komust aldrei sjálf í orustuna. Við ráðum ekki við bilaða vél, sjólag og veðurfar," segir boðsundsveitin á bloggsíðu sinni.

„Við höfum rutt brautina fyrir aðra íslenska sjósundmenn og boðsundsveitir til að reyna við Ermarsundið. Við erum reynslunni ríkari gagnvart reglukerfinu, veðurfari, sundréttinum og hefðum Ermarsundsins og síðan ekki síst biðinni sem tekur á. Það á eftir að koma sér vel í framtíðinni," segir boðsundsveitin jafnframt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×