Innlent

Ekki vitað um skemmdir á Garpi

Breki Logason skrifar
Skip við Grunarfjarðarhöfn. Garpur er ekki á þessari mynd.
Skip við Grunarfjarðarhöfn. Garpur er ekki á þessari mynd.

„Hann fór þarna upp á sker og var farinn að halla mjög mikið, þetta leit því frekar illa út á tímabili," segir Ásgeir Valdimarsson framkvæmdarstjóri Sægarps ehf sem er eigandi Garps SH, 12 tonna stálbáts frá Grundarfirði. Í gærkvöldi strandaði báturinn á Flikruskeri rétt suðvestur af Reykhólum. Þrír menn voru um borð en þá sakaði ekki.

„Þeir náðu síðan að draga hann á öðrum báti af skerinu og fóru með hann til hafnar á Reykhólum. Ég veit eiginlega ekkert um skemmdir ennþá," segir Ásgeir sem var á leiðinni að Reykhólum til þess að kanna hvort báturinn sé mikið skemmdur.

Sægarður ehf er með tvo báta en Ásgeir segir hafa gengið þokkalega að ná bátnum af skerinu. „Þetta voru samt einhver átkök."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×