Innlent

40 manns stöðva vinnu í Helguvík

Rétt fyrir klukkan 10 í morgun stöðvuðu um 40 einstaklingar frá meira en tíu löndum, vinnu á fyrirhugaðri álverslóð Norðuráls/Century Aluminum í Helguvík.

Í tilkynningu frá Saving Iceland segir að hluti hópsins hafi læst sig við vinnuvélar og að aðrir hafi klifrað krana.

Þá segir að aðgerðinni sé ætlað að vekja athygli á eyðileggingu jarðhitasvæða á suð-vestur horni landsins og mannréttinda- og umhverfisbrotum Century í Afríku og á Jamaíka .

Að sögn Snorra Úlfhildarsonar voru nokkrir lögreglumenn komnir á vettvang um klukkan 10.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×