Innlent

Þrír "til vandræða" á Seyðisfirði

Seyðisfjörður
Seyðisfjörður

Eitt fíkniefnamál kom upp á Seyðisfirði um helgina en þar var mikið um að vera í tengslum við Listahátíð Ungs fólks, Lunga.

Þrír gistu fangageymslur en þeir höfðu "verið til vandræða" eins og lögrglan orðaði það.

Að öðru leyti gekk skemmtanahald tengt Lunga vel fyrir sig að sögn lögreglu.

Um hálf sex í morgun missti ökumaður stjórn á bifreið sinni rétt fyrir utan Seyðisfjörð og ók út af. Ökumaðurinn er mikið slasaður en ekki í lífshættu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×