Innlent

Á batavegi eftir bílveltu

Einn þeirra sem lenti í bílveltu í Blágskógabyggð, skammt frá Geysi, í nótt er enn á Slysadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss.

Vaktahafandi sérfræðingur sagði að hinir tveir einstaklingarnir sem komu inn á deildina vegna bílveltunnar sé hafi fengið að fara heim en þau hlutu minniháttar meiðsl.

Hann bjóst við því að sá þriðji fá einnig að fara heim í dag en hann hlaut beinbrot við veltuna.

Tildrög slyssins eru enn ókunn en lögregla rannsakar málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×