Innlent

Lögregla telur að hvítabirnirnir á Ströndum séu missýn

Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarskipið Gunnar Friðriksson frá Ísafirði voru kölluð út eftir að hópur ferðamanna taldi sig hafa séð tvo ísbirni á ferð skammt frá Hvannadalsvatni, milli Hornvíkur og Hælavíkur á ströndum, um klukkan níu í gærkvöldi.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Ísafirði segir að þar sem vitað hafi verið að margir ferðamenn voru á svæðinu, hafi lögregla kannað mannaferðir á svæðinu, með það fyrir augum að tryggja öryggi þeirra. Tveir lögreglumenn fóru með björgunarskipinu Gunnari Friðrikssyni og björgunarþyrla frá Gæslunni flaug yfir svæðið. Einnig var haft samband við ferðaþjónustuaðila sem sjá um ferðir með ferðamenn á Hornstrandir og rætt við menn sem þekkja svæðið vel.

Upp úr miðnætti var þyrla gæslunnar kominn á svæðið og búið að hafa samband við þá ferðamenn sem vitaða var að væru á þessum slóðum og þeir látnir vita.

Þyrlan sveimaði yfir svæðinu til klukkan hálf þrjú í nótt en engir ísbirnir fundust og telur lögregla að um missýn hafi verið að ræða en vill koma því á framfæri að allar svona tilkynningar séu teknar alvarlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×